Fara í efni

Dagskóli og fjarnám VMA vorönn 2017 - opið fyrir umsóknir

Dagskóli

Umsóknarfrestur um dagskóla vorönn 2017, er til 30. nóvember. Sótt er um á www.menntagatt.is. Upplýsingar um innritun er að finna á heimasíðu VMA undir skólinn og upplýsingar um námsbrautir og einstaka áfanga er að finna undir námið.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá námsráðgjöfum (svava@vma.is, arny.th@vma.is)

Fjarnám

Búið er að opna fyrir umsóknir í fjarnám VMA í gegnum heimasíðu skólans (flipinn fjarnám efst á forsíðu heimasíðu VMA). Fjölbreytt framboð áfanga er í boði í bóklegum greinum til stúdentsprófs ásamt áföngum í meistaraskóla. Á heimasíðunni má sjá yfirlit yfir áfanga í boði

Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar og sviðsstjóri fjarnáms. 

Fjarnám í VMA byggist á kennsluleiðbeiningum og verkefnum í gegnum kennsluvefinn Moodle og/eða með tölvupóstsamskiptum. Nemendur skila verkefnum í gegnum Moodle og geta tekið lokapróf í sinni heimabyggð í samráði við skólann og samstarfsaðila hans. 

Nám, námssefni, yfirferð, kennsla og kröfur í fjarkennslu VMA eru í samræmi við kröfur í námi dagskólans. Námsgögn geta verið alfarið á Moodle-síðu áfangans og/eða kennslubækur sem hægt er að kaupa í bókabúðum. Í námsáætlun kemur fram það námsefni sem liggur að baki áfanganum, upplýsingar um yfirferð og skipulag námsins ásamt upplýsingum um námsmat. Nemendur fá námsáætlun í upphafi annarinnar.

Iðnmeistaranám er nám fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í iðngrein. Iðnmeistaranám skiptist í megindráttum í þrennt: almennt bóknám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Almennt bóknám ásamt stjórnunar- og rekstrargreinum skiptist í kjarna (skyldunám) annars vegar og valnám hins vegar og er valnámið mismikið að vöxtum eftir iðngreinum.

Í meistaraskóla VMA er unnt að ljúka námi í almennum bóknámsgreinum og stjórnunar- og rekstrargreinum. Þar sem meistaranámið er að mótast er ekki enn ljóst að hve miklu leyti Verkmenntaskólinn getur sinnt námi í faggreinum. Nánari upplýsingar um meistaraprófsnám fyrir iðnsveina í löggiltum iðngreinum er að finna hér

Opið er fyrir umsóknir til 18. janúar. Kennsla hefst 1.febrúar.

Sótt er um hér