Fara í efni

Fjarnám í VMA - síðasti innritunardagur 29. ágúst.

Síðasti dagur umsókna um fjarnám er 29. ágúst.
Síðasti dagur umsókna um fjarnám er 29. ágúst.

Fjarnám í VMA hefst sem endranær síðar en dagskólinn. Kennsla í dagskóla hófst í gær en við það er miðað að kennsla í fjarnámi hefjist mánudaginn 5. september. Innritun í fjarnám á önninni hefur staðið yfir síðan í júní en síðasti innritunardagur í almennt fjarnám er mánudagurinn 29. ágúst nk.

Þetta eru þeir áfangar sem eru í boði í almennu fjarnámi núna á vorönn og einnig er meistaraskóli kenndur í fjarnámi en nú þegar er orðið fullbókað í hann og innritun því lokið.

Ef fjarnemar óska eftir aðstoð við val á áföngum er hægt að hafa samband við Ómar Kristinsson, sviðsstjóra fjarnáms (omar.kristinsson@vma.is), eða námsráðgjafa skólans, Svövu Hrönn Magnúsdóttur (svava.h.magnusdottir@vma.is) og Helgu Júlíusdóttur (helga.juliusdottir@vma.is).

Ef nemendur þurfa upplýsingar um fyrra nám við VMA er hægt að fá þær á skrifstofu skólans.