Fjarnám á vorönn 2013 – fjarnám fyrir nemendur í 10. bekk
Getum bætt við nemendum í fjarnám VMA og í lotunám matartækna. Innritun er hafin og stendur til 15. janúar. Upplýsingar um áfanga
í boði eru á heimasíðu skólans. http://vma.is/fjarkennsla/
Hver eining í fjarnámi kostar 5000 kr. og innritunargjald er 6000 kr. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér endurgreiðslur stéttarfélaga sinna
vegna námsins.
Nánari upplýsingar veitir Ingimar Árnason kennslustjóri fjarnáms í síma 464-0300 eða ingimar@vma.is.
Upplýsingar vegna matartæknanáms veitir Borghildur Blöndal (borgh@vma.is).
Kennsla í fjarnámi hefst í lok janúar en matartæknanáminu 12. janúar 2013.
Matsönn fyrir nemendur í 10. bekk sem ætla að byrja í VMA næsta haust.
VMA býður áfram upp á svokallaða Matsönn fyrir nemendur í 10. bekk sem ætla sér að hefja nám í VMA næsta haust. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Nánari upplýsingar hér og veita námsráðgjafar (disa@vma.is og svava@vma.is).