Fara í efni  

Fjallar um landslagsmálverk Georgs Guđna í ţriđjudagsfyrirlestri

Fjallar um landslagsmálverk Georgs Guđna í ţriđjudagsfyrirlestri
Vigdís Rún Jónsdóttir.

Vigdís Rún Jónsdóttir, listfrćđingur, heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu í dag, ţriđjudaginn 19. mars, kl. 17:00-17:40, undir yfirskriftinni Ađ ţoka sig í átt ađ „Guđi“ – um hiđ trúarlega í landslagsmálverkum Georgs Guđna. Fyrirlesturinn tengist lokaverkefni Vigdísar í BA námi í listfrćđi viđ Háskóla Íslands. Ţar leitađist hún viđ ađ svara spurningunni hvort landslagsmálverk Georgs Guđna geti stađiđ fyrir hinn yfirskilvitlega og ósýnilega veruleika sem guđsmynd kristindómsins átti ađ standa fyrir fyrr á öldum. 

Vigdís Rún Jónsdóttir er menntađur listfrćđingur frá Háskóla Íslands og starfar sem menningarfulltrúi hjá Eyţingi-sambandi sveitarfélaga í Eyjafirđi og Ţingeyjarsýslum. Undanfarin ár hefur hún fengist viđ ritstjórnarstörf og sýningarstjórnun af ýmsu tagi, t.a.m. sýningarstjórnun á sýningunni Bókstaflega – konkretljóđ á Íslandi frá 1957 til samtímans. Sýningin var unnin út frá rannsóknum hennar í meistaranámi í listfrćđi á konkretljóđum í íslensku samhengi og var markmiđ sýningarinnar ađ sýna fram á ţróun hugtaksins „konkretljóđ“ og gildi ţess í samtímanum. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir í Ketilhúsinu eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.

Ókeypis er á fyrirlestur Vigdísar, sem er sá síđasti í vetur í ţessari árlegu fyrirlestraröđ, og eru allir velkomnir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00