Fara í efni  

Fjallar um breytingar á Listasafninu á Akureyri

Fjallar um breytingar á Listasafninu á Akureyri
Steinţór Kári Kárason arkitekt.

Arkitektinn Steinţór Kári Kárason verđur međ ţriđjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu í dag, 31. október kl. 17-17.40, sem hann nefnir Endurmótun. Í fyrirlestrinum fjallar Steinţór Kári um endurmótun Listasafnsins á Akureyri, ţćr hugmyndir sem ţar liggja ađ baki, markmiđ og sýn hans sem arkitekts á ţessar breytingar. Hann mun sýna myndir og teikningar af breytingunum ásamt öđrum verkum sem hann hefur unniđ. 

Steinţór Kári útskrifađist sem arkitekt úr École Polytechnique Féderale de Lausanne í Sviss 1998. Eftir ađ hafa starfađ hjá Studio Granda 1998-2003 og hjá Tony Fretton Architects í London 2003-2004 stofnađi hann ásamt Ásmundi Hrafni Sturlusyni Kurtogpi 2004 og hefur starfađ ţar síđan. Hann hefur kennt arkitektúr viđ Listaháskóla Íslands frá 2002 og veriđ prófessor viđ skólann frá 2010 auk ţess ađ sitja í ýmsum ráđum, nefndum og stjórnum á vegum hins opinbera, félagasamtaka og stofnana. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir í vetur eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri.

Ađgangur er ókeypis.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00