Fara í efni

Fjallað um sjálfbærni í enskuáfanga

Teikning Róberts Jónassonar.
Teikning Róberts Jónassonar.
Nemendur í áfanganum „ensku 212“ í VMA lásu á dögunum texta og unnu hópverkefni í tengslum við sjálfbærni þar sem þeir ræddu ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að minnka „vistspor“ sitt (carbon footprint). Miklar og skemmtilegar umræður spunnust um umgengni og umhverfismál en flestir voru sammála því að þeir þyrftu að vera duglegri við að endurvinna rusl og huga að umhverfismálum.

Nemendur í  áfanganum „ensku 212“ í VMA lásu á dögunum texta og unnu hópverkefni í tengslum við sjálfbærni þar sem þeir ræddu ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að minnka „vistspor“ sitt (carbon footprint). Miklar og skemmtilegar umræður spunnust um umgengni og umhverfismál en flestir voru sammála því að þeir þyrftu að vera duglegri við að endurvinna rusl og huga að umhverfismálum.

Í „ensku 212“ eru nemendur úr öllum deildum skólans og á öllum aldri, en þetta er þriðji enskuáfanginn sem nemendur taka. Anna Berglind Pálmadóttir, enskukennari, segir að með nýrri aðalnámskrá hafi frá sl. hausti verið sleginn nýr tónn í þessum áfanga í ensku, m.a. með öðruvísi verkefnavinnu en áður. Liður í þessu er umrædd vinna með sjálfbærni og síðar í vetur verður m.a. fjallað um mannréttindi í verkefnavinnu.

En aftur að verkefninu um sjálfbærni. Í lestextanum voru taldar upp 46 leiðir til að draga úr „vistspori“ einstaklinga. Eftir hópavinnu lágu eftirfarandi niðurstöður fyrir og hér eru þær að sjálfsögðu dregnar fram á ensku:

1.  Það sem kom nemendum mest á óvart:
- Try to use something other than black plastic garbage bags. The black bags can't be recycled because of the black pigment they put in them to make them black. So if possible stick with white or even better don't use any at all.
-
Use a laptop rather than a desktop. Laptops use up to 80% less energy.
-
 Unplug your phone charger when not in use. It leaks considerable energy.

2.  Það sem nemendur áttu síst von á því að þeir myndu breyta:
- Bring your own mug to your favourite coffee shop. This will reduce the usage of the paper cups, the energy used to produce them and save trees. Paper cups are usually not 100% recycled.
-
Stop and open the dishwasher before the drying cycle and let the dishes dry naturally.

3.   Það sem nemendur höfðu ekki hugsað út í en fannst skynsamlegt að gera:
-
Buy locally produced goods and services. Goods and services that are produced locally eliminate thousands of pounds of carbon by reducing fossil fuel transportation demands.
-
Don't put hot or warm foods and drinks into your refrigerator.
-
Don't carry unnecessary loads in the boot or on the roof - it increases your car's fuel consumption (t.d. bassakeilur).

Þannig túlkar einn nemenda áfangans, Róbert Jónasson, viðfangsefnið með teikniblýantinum sínum.