Fara í efni

Fjallað um listljósmyndun í þriðjudagsfyrirlestri

Danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy.
Danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy.

Danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Listljósmyndun Pi. 

Í fyrirlestrinum mun Pi Bartholdy ræða um fyrri verk sín en einnig þau sem hún er að vinna að þessi misserin.

Pi Bartholdy er útskrifuð frá danska listljósmyndaskólanum Fatamorgana árið 2011 og úr mastersnámi frá Escuela de Fotografia Y Centro de Imagen í Madrid árið 2012.

Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.