Fara í efni

FING-ráðstefna í næstu viku

Á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, 10. og 11. desember verður efnt til málþings um „frálandsvinnu“ („offshore“ – olía og gas) á Norðurskautssvæðinu. Ráðstefnan er hluti af svokölluðu FING-verkefni, sem VMA er aðili að hér á landi, en hinir samstarfsaðilarnir eru á Grænlandi í Færeyjum og Noregi. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður í Sisimut á Grænlandi . Hún verður send út beint í gegum fjarfundarbúnað til hinna landanna. Á Akureyri er ráðstefnustaðurinn SÍMEY við Þórsstíg. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna fyrir 6. desember.

Á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, 10. og 11. desember verður efnt til málþings um „frálandsvinnu“ („offshore“ – olía og gas) á Norðurskautssvæðinu.  Ráðstefnan er hluti af svokölluðu FING-verkefni, sem VMA er aðili að hér á landi, en hinir samstarfsaðilarnir eru á Grænlandi í Færeyjum og Noregi. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður í Sisimut á Grænlandi . Hún verður send út beint í gegum fjarfundarbúnað til hinna landanna. Á Akureyri er ráðstefnustaðurinn SÍMEY við Þórsstíg. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna fyrir 6. desember.

FING eru upphafsstafir þátttökulandanna, Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands, og vísar til samstarfs landanna á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði menntamála. Hér má sjá nánari upplýsingar um FING.

Á ráðstefnunni í næstu viku sem verður send út frá Greenland School of Minerals and Petroleum í Sisimiut verða fyrirlesarar Anna Marita Braaten jarðfræðingur og Børge Harestad olíuverkfræðingur.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna fyrir næstkomandi föstudag, 6. desember,  með því að senda línu á Benedikt Barðason, áfangastjóra VMA, á bensi@vma.is

Þriðjudagur - 10 desember

11:45-12:00 Skráning
12:00-12:15 Setning
12:15-13:45 Kynning – inngangsfyrirlestur. Saga svarta gullsins, olíulindir á norðurskautssvæðinu, jarðfræði Norðursjávar og Norðuríshafs, olíufélög og aðrir hagsmunaaðilar. Hver er þörfin fyrir þjálfun og menntun á staðnum – vörur, þjónustumiðstöðvar og þjónustu?
13:45-14:00 – Kaffihlé
14:00-15:30 – Hringrás olíu og gass
                Skref 0: Leyfi til leitar (A Norwegian perspective)
                Skref I: Bergmálsmælingar o.fl.
                Skref II: Nánari kortlagning svæðis.
                Skref III: Tilraunaboranir
                Skref IV: Boranir
15:30 – Fyrri dagur – lok

Miðvikudagur – 11. desember

12:00-12:15 Upphaf
12:15-13:45 Áframhald frá þriðjudegi, fasar V-VII
              Skref V: Þróun borsvæðis
              Skref VI: Framleiðsla
              Skref VII: Úrelding
13:45-14:00 Kaffi
14:00-15:15 HSE (heilsa, öryggi, umhverfi), gæði og áhættuþættir
15:15-15:55 Q&A – spurningar og svör
15:55-16:00 Lok málþings