Fara í efni

Fengu frí úr skólanum til að leita

Hópur nemenda af vélstjórnarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri fékk frí í skólanum í dag og fór að aðstoða bændur sem eru að leita að fé á Norðausturlandi. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari segir að þessi hjálp hafi verið vel þegin. Hjalti Jón segir að 15 nemendur hafi farið austur. Þetta séu öflugir strákar sem ættu margir hverjir öfluga jeppa og vélsleða. Þeir hafi farið til leitar á Vaðlaheiði og Bárðardal.

Hópur nemenda af vélstjórnarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri fékk frí í skólanum í dag, miðvikudaginn 12. september, og fór að aðstoða bændur sem eru að leita að fé á Norðausturlandi. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari segir að þessi hjálp hafi verið vel þegin.  Þetta séu öflugir strákar sem ættu margir hverjir öfluga jeppa og vélsleða.

Í hópnum voru 3 kennarar og 15 nemendur af vélstjórnarbraut VMA og leituðu þeir kinda á Vaðlaheiði og í sunnanverðum Bárðardal. Grafnar voru úr fönn nokkrir tugir kinda með bændum og björgunarsveitarmönnum.  Hjalti Jón segir að allmargir nemendur í skólanum séu úr sveitum þar sem óttast sé að hafi orðið fjárskaði.

 Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá leitinni.

Leit að fé í fönn

Leit að fé í fönn

Leit að fé í fönn

Leit að fé í fönn

Leit að fé í fönn

Leit að fé í fönn