Fengu afhent sveinsbréf í rafiðngreinum
11.09.2025

Hluti þeirra 28 nýsveina í rafniðngreinum sem fengu afhent sveinsbréf sín í Hofi sl. föstudag. Mynd: Björn Hreinsson.
Að vonum er það alltaf stór og mikilvægur áfangi þegar iðnsveinar fá afhent sveinsbréf sín enda er um að ræða lokapunktinn yfir i-ið í náminu. Síðastliðinn föstudag fengu 25 rafvirkjar, 2 rafveituvirkjar og 1 rafeindavirki afhent sveinsbréf sín í Hofi á Akureyri. Nokkrir úr þessum hópi luku námi sínu frá rafiðndeild VMA.
Allur gangur er á því hvenær sveinspróf eru þreytt, sumir hafa verið á vinnumarkaði í fjölda ára áður en þeir fara í sveinspróf en aðrir klára það í beinu framhaldi af námi sínu í skóla. Sveinspróf eru tvisvar á ári, í febrúar og júní. Þeir sem fengu sveinsbréf sín afhent sl. föstudag í Hofi luku sveinsprófi í júní sl.