Fara í efni

Félag rafeindavirkja styrkir VMA

Sigríður Huld Jónsdóttir tekur við gjafabréfinu
Sigríður Huld Jónsdóttir tekur við gjafabréfinu
Tólf nemendur stunda í vetur nám í rafeindavirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri, en slíkt nám hefur ekki verið í boði um árabil fyrir norðan fyrr en í vetur. Eyjólfur Ólafsson formaður Félags rafeindavirkja segir að staðan hafi einfaldlega verið sú að VMA hafi þurft að leita leiða til að fjármagna ýmis tækjakaup í tengslum við námið. Sjá frétt Vikudags.

Tólf nemendur stunda í vetur nám í rafeindavirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri, en slíkt  nám hefur ekki verið í boði um árabil fyrir norðan fyrr en í vetur. Eyjólfur Ólafsson formaður Félags rafeindavirkja  segir að staðan hafi einfaldlega verið sú að VMA hafi þurft að leita leiða til að fjármagna ýmis tækjakaup í tengslum við námið.
 
„ Eitt af markmiðum félagsins er að styðja við bakið á menntun í greininni og við ákváðum því að færa skólanum þrjár milljónir króna til tækjakaupa.  Það er mjög mikilvægt að slíkt nám sé í boði hérna fyrir norðan og félagið vildi með þessari gjöf sýna slíkt í verki. Það gengur auðvitað ekki að rafeindavirkjun sé aðeins kennd á höfuðborgarsvæðinu, enda eru rafeindavirkjar starfandi um land allt.“

 Sjá nánar í frétt Vikudags.

 

mynd: Karl Eskil - Vikudagur