Fara í efni  

Félag rafeindavirkja fćrir VMA ađ gjöf fullkomna lóđstöđ

Félag rafeindavirkja fćrir VMA ađ gjöf fullkomna lóđstöđ
Ţessi nýja lóđstöđ er gríđarlega fullkomin.

Í tilefni af fimmtíu ára afmćli sínu 6. nóvember sl. ákvađ Félag rafeindavirkja ađ gefa ţeim tveimur skólum sem kenna rafeindavirkjun, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Tćkniskólanum, sitt hvora lóđstöđina. Óskar Ingi Sigurđsson, brautarstjóri rafiđngreina í VMA, veitti gjöfinni viđtöku í afmćlishófi í Reykjavík.

Ţađ ţarf ekki ađ fara mörgum orđum um ţessa lóđstöđ. Hún er mikill hvalreki fyrir nemendur og kennara í rafeindavirkjun og segja kennarar ađ í sínum villtustu draumum hefđu ţeir aldrei ímyndađ sér ađ ţeir ćttu einhvern tímann eftir ađ geta notađ slíkan búnađ í kennslu. En ţökk sé höfđingsskap og hlýhug Félags rafeindavirkja í garđ náms rafeindavirkja, lóđstöđin er komin á sinn stađ í VMA og er afar kćrkomin. Međ ţessari lóđstöđ verđa allar lóđningar á allan hátt betri og nákvćmari. Auk ţessara tveggja lóđstöđva, sem eru nú komnar í Tćkniskólann og VMA, er Félagi rafeindavirkja kunnugt um ađeins eina slíka stöđ á landinu og er hún í eigu ISAVIA.

VMA vill koma á framfćri innilegum ţökkum til Félags rafeindavirkja fyrir ţessa höfđinglegu og frábćru gjöf.

Félag rafeindavirkja á sínar upphaflegu rćtur ađ rekja aftur til ársins 1938 – fyrir áttatíu árum síđan – ţegar útvarpsvirkjar stofnuđu Félag útvarpsvirkja og var ţađ fagfélag sveina og meistara. Fyrir réttri hálfri öld, 6. nóvember 1968, var síđan stofnađ Sveinafélag útvarpsvirkja sem var stéttarfélag sveina. Tólf árum síđan var nafni félagsins breytt í Sveinafélag rafeindavirkja sem var síđan eitt af félögunum sem sameinuđust í Félagi rafeindavirkja áriđ 1988, fyrir ţrjátíu árum. Viđ stofnun Félags rafeindavirkja voru stofnfélagar 387 talsins. Núna eru félagar um átta hundruđ og er félagiđ landsfélag. Félag rafeindavirkja varđ til viđ sameiningu stéttarfélaga útvarpsvirkja, símvirkja og skriftvélavirkja og er ţađ eitt af ađildarfélögum Rafiđnađarsambands Íslands.

Ţó svo ađ Félag rafeindavirkja hafi veriđ stofnađ áriđ 1988 viđ sameiningu stéttarfélaga útvarpsvirkja, símvirkja og skriftvélavirkja rekur Félag rafeindavirkja upphaf sitt til nóvember 1968 ţegar Sveinafélag útvarpsvirkja var stofnađ. Ţess vegna efndi Félag rafeindavirkja til 50 ára afmćlisfagnađar fyrr í ţessum mánuđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00