Fara í efni  

Fékk Erasmus-styrk til starfsnáms í matreiđslu í Marseille

Fékk Erasmus-styrk til starfsnáms í matreiđslu í Marseille
Jóhannes Kristinn Hafsteinsson, matreiđslunemi.

Jóhannes Kristinn Hafsteinsson er á námssamningi í matreiđslu á Icelandair hóteli í Mývatnssveit. Honum bauđst ađ fara á Erasmus styrk til Frakklands núna á haustdögum, sem hluta af sínu starfsnámi, greip gćsina og sér síđur en svo eftir ţví.

Jóhannes sagđi ađ ţetta hafi komiđ ţannig til ađ Hildur Friđriksdóttir, sem annast erlend samskipti í VMA, hafi kynnt ţennan möguleika fyrir nemendum á matvćlabraut og honum hafi strax fundist ţessi möguleiki svo áhugaverđur ađ úr varđ ađ hann sótti um og fékk styrk til ţess ađ fara til Frakklands.

„Ég fór út 16. september og kom heim aftur 3. nóvember síđastliđinn, ţetta var ţví hálfur annar mánuđur. Styrkurinn frá Erasmus dugđi vel fyrir ferđakostnađi og uppihaldi úti. Ég fór til Marseille í Suđur-Frakklandi og var ţar í skóla sem hafđi veitingastađ á sínum snćrum sem heitir L’AGAPÉ.  Ég tala ekki frönsku og mér hafđi veriđ sagt ađ ţarna skildi fólk lítiđ annađ en frönsku. En ţađ var ekki alveg svo. Ábyrgđarmađurinn minn ţarna úti var ágćtlega enskumćlandi enda hefur hann dvaliđ í enskumćlandi landi og hinir kennararnir gátu líka bjargađ sér á ensku en ţađ kom mér hins vegar nokkuđ á óvart ađ enskukunnátta nemendanna var ekki mikil. Auk skólans vann ég síđustu tvćr vikurnar á tveimur mismunandi veitingastöđum í Marseille og kynntist ţannig fjölbreyttri matreiđslu sem var mjög fróđlegt. Frakkarnir leggja áherslu á ađ gera hlutina frá grunni. Ţeir nota ólífuolíu í ríkum mćli, í stađ hennar notum viđ meira smjör hér. Ţeir eru líka međ mikiđ af nýju og fersku grćnmeti og elduđu allskyns fiskmeti sem viđ ţekkjum ekki hér á landi. Á ţessum sex vikum var ég farinn ađ skilja smá í frönskunni og ég gćti hugsađ mér ađ lćra meira í henni. Ţessi ferđ uppfyllti alveg tvímćlalaust mínar óskir og vćntingar og ég vil ţakka fyrir ađ hafa fengiđ tćkifćri til ţess ađ fara ţarna út,“ segir Jóhannes.

Haustiđ 2014 byrjađi Jóhannes nám í VMA. Tók fyrsta áriđ í félagsfrćđideild en ákvađ veturinn eftir ađ fćra sig yfir í grunndeild matvćlabrautar. Ţar segist hann hafa fundiđ sína fjöl og ákvađ í framhaldinu ađ halda áfram í matreiđslu. Fór á samning hjá Icelandair hóteli á Akureyri sumariđ 2016 og og hefur starfađ hjá fyrirtćkinu síđan, núna, sem fyrr segir, á Icelandair hóteli í Mývatnssveit. Á vorönn 2018 tók Jóhannes annan bekkinn í matreiđslu í VMA og hann hefur nú sótt um ađ taka ţriđja bekkinn á vorönn 2019. Hann verđur kenndur ef nćgilega margar umsóknir berast. Jóhannes segir ađ ţađ verđi ađ koma í ljós hvort hann geti tekiđ ţriđja bekkinn á nćstu önn, ef ekki haldi hann áfram á námssamningi sínum og bíđi ţess ađ ţriđji bekkurinn verđi nćst í bođi. Til viđbótar komi einnig vel til greina ađ ljúka ţeim fögum sem hann eigi ólokiđ til ţess ađ taka stúdentspróf.

„Ég var mjög óráđinn í ţví hvađ ég ćtti ađ taka mér fyrir hendur. En eftir ađ ég byrjađi í matreiđslunni fann ég ađ ţetta var eitthvađ sem mig langađi ađ lćra, ţetta var mín hilla. Ég var svo heppinn ađ komast á samning hjá Icelandair hótelum og hef ţví haft tćkifćri til ţess ađ vinna međ mörgum kokkum. Af hverjum kokki lćrir mađur alltaf eitthvađ nýtt og safnar ţannig í sarpinn,“ segir Jóhannes Kristinn Hafsteinsson.  


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00