Fara í efni

Fámennar iðngreinar í boði næstu annir

Á vorönn 2020 verða námsbrautir í múrsmíði og pípulögnum í boði ef nægur fjöldi umsækjenda fæst. Skilyrði fyrir inntöku er að hafa lokið grunnnámi byggingagreina. Grunnnámið er í boði á haustönn 2019.
Nám i málaraiðn er fyrirhugað á haustönn 2020 að uppfylltum sömu skilyrðum.
Á haustönn 2019 verður bæði boðið upp á 2.bekk matreiðslu og matartæknanám. Inntökuskilyrði á matreiðslubraut er að hafa lokið u.þ.b. ári af námssamningi en á matartæknabraut að hafa lokið grunndeild eða farið í sambærilegt raunfærnimat.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri verknáms Baldvin Ringsted baldvin@vma.is