Fara í efni  

Fab Lab smiđja opnuđ í húsnćđi VMA eftir áramót

Fab Lab smiđja opnuđ í húsnćđi VMA eftir áramót
Fab Lab smiđjan er góđu rými í VMA.

Fljótlega eftir áramót hefst starfsemi nýrrar Fab Lab smiđju á Akureyri og er hún stađsett í húsnćđi VMA. Jón Ţór Sigurđsson, verkefnastjóri smiđjunnar, hefur undanfarnar vikur unniđ ađ standsetningu hennar og ađ gera hana klára áđur en unnt verđi ađ hefja ţar formlega starfsemi. Jón Ţór er ţess fullviss ađ smiđjan eigi eftir ađ nýtast mörgum deildum í Verkmenntaskólanum afar vel.

Ađ ţessari nýju Fab Lab smiđju stendur FabEy, hollvinafélag um stofnun og rekstur smiđjunnar, og var stofnfundur ţess í nóvember í fyrra. Ađ félaginu stóđu í upphafi Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, VMA, Akureyrarbćr og Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar.

„Fab Lab er stafrćn smiđja sem er opin fyrir almenning og skólana hér á svćđinu. Fólk nýtir sér ađ vild ađstöđuna og ţá tćkni sem hér er í bođi. Ţessi starfsemi er ekki rekin í hagnađarskyni, heldur er fyrst og fremst haft ađ leiđarljósi ađ fólk geti nýtt sér ađstöđuna á kostnađarverđi. Til ţess ađ geta nýtt sér ađstöđuna er gott fyrir fólk ađ fara á námskeiđ og fá betri innsýn í ţau forrit sem ţarf ađ nota til ţess ađ nýta sér tćknina í smiđjunni. Fab Lab smiđjan nýtist skólunum mjög vel – öllum skólastigum - og ég sé fyrir mér ađ hún nýtist sérstaklega vel fyrir frumkvöđla sem ellegar ţyrftu ađ fá ýmsa ţjónustu jafnvel erlendis frá.“

Jón Ţór segir ađ stađsetning Fab Lab smiđjunnar sé mjög góđ í VMA, en hún er í rými sem áđur tilheyrđi rafiđnađardeild skólans og er á hćgri hönd ţegar gengiđ er inn um norđurinngang skólans. „Deildirnar hér í skólanum sem ég tel ađ komi mest til međ ađ nota ađstöđuna hér í Fab Lab smiđjunni eru hér í nćsta nágrenni, t.d. listnáms- og hönnunarbraut, byggingadeild, rafiđnađarbraut og málmiđnađarbraut. En ţađ er vert ađ undirstrika ađ ţó svo ađ Fab Lab smiđjan sé stađsett hérna í Verkmenntaskólanum er hún ćtluđ öllum öđrum skólum hér í bćnum og öllum almenningi viđ Eyjafjörđ. Ég er mjög ánćgđur međ ţetta rými fyrir smiđjuna hér í VMA, ţetta er ţrískipt svćđi, í fyrsta lagi tölvustofan, í öđru lagi ađalrýmiđ og í ţriđja lagi rými fyrir stóra frćsarann.
Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar heldur utanum vćntanleg námskeiđ í Fab Lab, sem er stefnt á ađ hefja í febrúar nk. Viđ höfum ekki gengiđ frá dagskrá fyrir smiđjuna en ţađ er ţó ljóst ađ fyrripart dags, frá átta til fjögur, á skólatíma, verđur hún nýtt af skólunum og eftir ţađ verđur hún opin almenningi. Ţetta fer ţó allt eftir ţví hversu vel skólarnir koma til međ ađ nýta smiđjuna, ef ţeir nýta hana ekki til fjögur mun öđrum vćntanlega gefast kostur á ađ nýta sér hana lengur.“

Í Fab Lab smiđjunni eru ţrívíddarprentarar ţar sem hćgt er ađ prenta út allskyns hluti, í frćsara er unnt ađ frćsa út rafrásir, laserskurđvélar skera og prenta – ţćr er t.d. unnt ađ nota til ţess ađ prenta út myndir á nánast hvađ sem er, vínylskeri sker út allskyns merkingar – t.d. til ađ setja á veggi eđa í glugga og stór frćsari er síđan vćntanlegur, en hann mun verđa í sér rými áföstu Fab Lab smiđjunni. Ástćđan fyrir ţví ađ hann er hafđur sér er sú ađ hann er tölvert hávađasamur ţegar hann er í gangi. Ónefndur er ýmiskonar smćrri tćknibúnađur og tölvur sem verđa í öđru ađalrými smiđjunnar, ţar sem m.a. námskeiđin munu fara fram.

„Viđ stefnum ađ ţví ađ opna smiđjuna fyrir almenning í janúar og ţá verđur hún vonandi ađ mestu leyti búin ţeim tćkjum sem viđ ţurfum. Ég er mjög bjartsýnn á ţetta og hef fundiđ fyrir miklum velvilja bćđi hér innan skólans og úti í bć. Ég er ţví viss um ađ ţetta mun ganga vel,“ segir Jón Ţór Sigurđsson en hann er Akureyringur í húđ og hár og á ađ baki ţriggja ára nám í margmiđlunarhönnun í Barcelona á Spáni og síđan tók hann eitt ár til meistaraprófs í stafrćnum arkitektúr.                 

Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alţjóđlegt net stafrćnna smiđja međ tćkjum og tólum til ađ búa til nánast hvađ sem er. Fab Lab gefur fólki á öllum aldri tćkifćri til ţess ađ ţjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvćmd međ ţví ađ hanna, móta og framleiđa hluti međ ađstođ stafrćnnar tćkni. Í Fab Lab smiđjum er tćkjabúnađur af fullkomnustu gerđ; frćsivél, vinylskeri, laserskeri, ţrívíddarprentarar, rafeindaverkstćđi til ýmiskonar tćkjasmíđa, rammar og efni til ţess ađ ţrykkja t.d. á boli, borđtölvur međ uppsettum forritum o.fl.

Reynslan af ţeim Fab Lab smiđjum sem ţegar hefur veriđ komiđ á fót á sex stöđum hér á landi sýnir ađ tćknilćsi og tćknifćrni almennings eykst og ţćr hvetja ungt fólk til tćknimenntunar, sem mikil ţörf er á, ţćr auka ţekkingu á persónumiđađri framleiđslu, stafrćnum framleiđsluađferđum í iđnađi og síđast en ekki síst eru Fab Lab smiđjurnar til ţess fallnar ađ efla nýsköpun í landinu.

Eigandi Fab Lab vörumerkisins er Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum en Nýsköpunarmiđstöđ Íslands hefur umsjón međ verkefninu á Íslandi. Áhersla er lögđ á samstarf Fab Lab smiđjanna á Íslandi og mynda ţćr samstarfsvettvang, „Fab Lab Ísland”, ţar sem ţekkingu og reynslu er miđlađ milli ţeirra. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00