Fara í efni

Erlendur Helgi sigraði rafsuðukeppnina

Hjalti Jón, Erlendur og Jóhann.
Hjalti Jón, Erlendur og Jóhann.
Erlendur Helgi Jóhannesson sigraði í rafsuðukeppni sem efnt var til á málmiðnaðarbraut VMA á grunnskólakynningu og opnu húsi í skólanum í síðustu viku. Keppnin gekk út á að þátttakendur brugðu sér í tvo suðuherma, sem Iðan hafði útvegað, og samanlögð stig úr báðum hermunum giltu. Að launum hlaut Erlendur Helgi pinnasuðuvél sem Héðinn hf. gaf.

Erlendur Helgi Jóhannesson sigraði í rafsuðukeppni sem efnt var til á málmiðnaðarbraut VMA á grunnskólakynningu og opnu húsi í skólanum í síðustu viku. Keppnin gekk út á að þátttakendur brugðu sér í tvo suðuherma, sem Iðan hafði útvegað, og samanlögð stig úr báðum hermunum giltu. Að launum hlaut Erlendur Helgi pinnasuðuvél sem Héðinn hf. gaf.

Keppnin fór fram síðari hluta dag sl. fimmtudag, frá kl. 16 til 18, og tóku um 40 manns þátt. Margir sýndu fína takta og meðal þátttakenda voru þaulvanir suðumenn úr Slippnum sem urðu að játa sig sigraða því í öll efstu sætin röðuðu sér nemendur á annað hvort málmiðnaðarbraut eða vélstjórnarbraut VMA.

Hér má sjá mynd Harðar Óskarssonar af þeim sem röðuðu sér í efstu sætin í keppninni að sjálfum sigurvegaranum undanskildum. Lengst til vinstri er Jóhann R. Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri.

Úrslit rafsuðukeppninnar urðu eftirfarandi:

1.Erlendur Helgi Jóhannesson
2.Anton Freyr Þórhallsson
3.Kristinn Sigurðsson
4.Björgvin Valdimarsso
5.Þorlákur Sigurðsson
6.Ásgeir Högnason
7.Kjartan Svavarsson

Á þessum myndum Hilmars Friðjónssonar má sjá Erlend Helga með Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara VMA, og Jóhanni R. Sigurðssyni, formanni Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri.