Fara í efni

Erlent vinnustaðanám sjúkraliðanema

Í byrjun árs fóru sjúkraliðanemarnir Karen Eir Valsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir í þriggja vikna vinnustaðanám til Randers. Dvölin var styrkt af Erasmus+ sem veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum og stofnunum í Evrópu. Námið/þjálfunin er hluti af námi viðkomandi nemanda og metið sem slíkt að dvöl lokinni. VMA hefur á undanförnum árum verið í samstarfi við SOSU Randers skólann sem hefur séð um að útvega sjúkraliðanemum héðan vinnustaði og húsnæði. Karen og Margrét hlutu báðar sína starfsþjálfun á dvalarheimilum fyrir aldraða, Karen á Plejecenter Lindevænget en Margrét á Plejecenter Rosenvænget.