Fara í efni

Erill á stofudegi í hársnyrtideild

Nóg að gera á stofudegi í hársnyrtideild.
Nóg að gera á stofudegi í hársnyrtideild.
Það var heldur betur líf og fjör í hársnyrtideild VMA í gær þegar efnt var til þriðja og síðasta svokallaðs stofudags á önninni, en þá bjóða fimmtu annar nemendur, þeir sem munu útskrifast í desember nk., fólki upp á klippingu, litun, permanent eða rakstur - gegn vægu verði. Stofudagurinn hófst hálf tólf og stóð til fjögur og var hann fullbókaður á öllum vinnustöðvum. Nemendur gengu ákveðið til verks, enda að kalla fram alla þá þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér í náminu í VMA. 
Þrettán nemendur útskrifast úr hársnyrtideild í desember og hefur útskriftarhópurinn aldrei verið stærri. Harpa Birgisdóttir kennari sagði ánægjulegt að sjá svo stóran og öflugan útskriftarhóp ganga fumlaust og ákveðið til verka. Stofudagurinn væri "mini"-útgáfa af þeirri miklu törn sem jafnan er á hársnyrtistofum í aðdraganda jólahátíðar og því gaman að sjá að nemendur hafi tileinkað sér ákveðin og vönduð vinnubrögð og augljóslega séu þeir tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn.