Fara í efni

Erill á lokasprettinum

Sigfús Elvar og Glódís.
Sigfús Elvar og Glódís.
Það líður að lokum þessa skólaárs. Næstkomandi fimmtudagur er síðasti kennsludagur og strax daginn eftir verða fyrstu prófin á vorönn. Í mörg horn er að líta hjá bæði nemendum og kennurum þessa síðustu daga skólaársins.

Það líður að lokum þessa skólaárs. Næstkomandi fimmtudagur er síðasti kennsludagur og strax daginn eftir verða fyrstu prófin á vorönn. Í mörg horn er að líta hjá bæði nemendum og kennurum þessa síðustu daga skólaársins.

Sigfús Elvar Vatnsdal frá Akureyri stundar nám á viðskiptabraut en Glódís Ingólfsdóttir frá Vopnafirði er á félagsfræðabraut.

„Þetta hefur auðvitað verið mjög sérstakur vetur vegna kennaraverkfallsins og það er mjög mikið að gera núna á lokasprettinum,“ segir Sigfús. „Já, það má segja að þetta hafi safnast dálítið upp, það er meira að gera á skemmri tíma,“ bætir Glódís. „Við þurfum að skila mörgum verkefnum og ritgerðum þessa síðustu daga, en ég held að prófin verði út af fyrir sig ekkert erfiðari en venjulega,“ segir Sigfús. „Við þurfum að skila verkefnum í þessari viku og sömuleiðis ritgerð og síðan byrja prófin strax á föstudaginn. Þetta er stíft þessa síðustu daga,“ bætir Sigfús við.

Bæði hafa þau fengið vinnu í sumar, Glódís kemur til með að starfa í Axelsbakaríi á Akureyri og Sigfús starfar hjá Gámaþjónustu Norðurlands, eins og undanfarin ár.