Fara í efni  

Ekki lengur týnd

Ekki lengur týnd
Svanfríđur Oddsdóttir viđ verkin sín tvö.

Akureyringurinn Svanfríđur Oddsdóttir var, eins og svo fjölmargir ađrir, hreint ekki viss um hvađ hún ćtlađi ađ verđa ţegar hún yrđi stór. Hún innritađi sig á sínum tíma í MA og lauk ţar tveimur árum í félagsfrćđideild en fannst hún einhvern veginn ekki vera alveg á réttum stađ, bóknám hentađi henni ekki. Undir niđri blundađi sú ţrá ađ lćra ađ rćkta ţađ sem hún hafđi haft yndi af frá ţví hún var lítil stelpa, ađ teikna. Hún fćrđi sig ţví upp á Eyrarlandsholtiđ og skráđi sig á listnámsbraut VMA. Og ţá fann hún sína fjöl.

„Ég er mjög ánćgđ međ ţađ sem ég er ađ fást viđ í dag og mér hefur aldrei fundist eins gaman í skóla og nú. Núna er ég ađ gera nákvćmlega ţađ sem mig hefur langar til ţess ađ gera. Ţetta er annar veturinn minn hér í VMA og ađ óbreyttu mun ég útskrifast sem stúdent af listnámsbraut um nćstu jól,“ segi Svanfríđur.

„Ég er mjög sátt viđ listnámsbrautina. Kennararnir, sem margir eru jafnframt skapandi listamenn, vita nákvćmlega hvađ ţeir eru ađ gera . Ţeir hjálpa nemendum ađ finna sínar leiđir í listsköpuninni og ţađ finnst mér frábćrt. Ţeir mánuđir sem ég hef veriđ hér í skólanum hafa hjálpađ mér ađ leggja línur um framtíđina. Ég var alveg týnd og vissi ekkert hvađ ég ćtlađi ađ taka mér fyrir hendur en núna hefur framtíđin tekiđ á sig mynd í mínum huga. Ég hef áhuga á ađ lćra gullsmíđi erlendis og ţá langar mig til ţess ađ kynna mér betur húđflúrshönnun, sem ég hef ađeins fengist viđ.“

Á vegg mót austurinngangi VMA hanga ţessa dagana uppi tvćr akrílmyndir sem Svanfríđur gerđi á haustönn. Ađra kallar hún „Sjálfseyđing“ og hina „Hugleiđsla“. Eins og sjá má eru ţessar myndir ađ töluverđu leyti áţekkar. Svanfríđur segir ađ i myndunum sé hún m.a. ađ kalla fram ţađ hugarástand ţegar manneskjan leggur mikiđ á sig og er í raun ađ pína sig áfram. Hún vísar til ţess ađ sjálf hafi hún lengi tekist á viđ kvíđa, í raun alveg frá ţví hún var lítil stelpa.  „Ég tengi mig sjálfa viđ ţessar myndir. Ég er ófeimin ađ rćđa opinskátt um ađ ég hef lengi glímt viđ kvíđa. Segja má ađ ég sé nýlega búin ađ viđurkenna ţetta fyrir sjálfri mér og er farin ađ taka reglulega lyf sem hjálpa mér mikiđ, mér hefur aldrei liđiđ jafn vel. Ţessar myndir málađi ég ekki löngu eftir ađ ég byrjađi ađ taka lyf reglulega á síđasta ári. Innst inni var ég á móti ţví ađ taka kvíđastillandi lyf en strax og ég viđurkenndi ţetta fyrir sjálfri mér, ţá var ţetta allt í lagi og ég hvet alla sem eiga viđ eitthvađ slíkt ađ stríđa ađ leita sér ađstođar. Vellíđan skiptir öllu máli og ađ vera í góđu jafnvćgi,“ segir Svanfríđur Oddsdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00