Fara í efni  

Kynntu sér tölvustýrđar trésmíđavélar

Kynntu sér tölvustýrđar trésmíđavélar
Tölvustýringin útskýrđ fyrir nemendum VMA.

Nýveriđ var nemendum í húsasmíđi í VMA bođiđ í heimsókn á Tak innréttingar á Akureyri til ţess ađ kynna sér starfsemina ţar og ekki síst ađ sjá hvernig tölvustýrđar trésmíđavélar eru miđpunktur innréttingasmíđi dagsins í dag. Heimsóknin var afar gagnleg og ánćgjuleg og vill byggingadeildin koma á framfćri ţakklćti til Taks fyrir kennsluna og móttökurnar. Hverjum nemenda var fćrt ađ gjöf efni í litla skápa sem tölvustýrđa trésmíđavélin sagađi til og frćsti nöfn nemenda. Ţeir settu skápana síđan saman. Hér má sjá einn slíkan skáp – til vinstri á myndinni. Til samanburđar er skápur sem var handsmíđađur ađ öllu leyti og tók ađ vonum mun lengri tíma ađ smíđa en međ nútíma tćkni.

Auđunn Guđnason, verkstjóri hjá Tak innréttingum, segir ađ ţessar tölvustýrđu vélar hafi komiđ til sögunnar hjá Taki áriđ 2003 og hafi veriđ algjör bylting. Tak hefur í dag yfir tveimur slíkum vélum ađ ráđa. Stýring ţeirra er annađ hvort međ lyklaborđi eđa á snertiskjá. „Tćknilega séđ hafa vélarnar ţróast og ţćr eru líka umtalsvert öflugri en í byrjun,“ segir Auđunn.

„Vélarnar stćrđartaka plötur og bora. Í ţeim smíđum viđ allar hliđar, botna og hurđir. Flest stykki í innréttingum í dag fara í gegnum ţessar vélar. Ţađ má ţví segja ađ tölvustýrđu vélarnar séu hryggjarstykkin í innréttingasmíđinnií dag,“ segir Auđunn.

Hann segir ánćgjulegt ađ hafa fengiđ tćkifćri til ţess ađ kynna starfsemina fyrir nemendunum í byggingadeild VMA. „Okkur hefur fundist ađ nýútskrifađir húsasmiđir hafi ekki gefiđ verkstćđisvinnunni gaum. Í gegnum tíđina hafa húsgagnasmiđir veriđ í meira mćli starfandi á verkstćđunum en í raun er ţetta ekki húsgagnasmíđi, miklu frekar er ţetta hluti af húsasmíđinni vegna ţess ađ ţađ sem viđ erum ađ framleiđa er naglfast. Ţetta er ţví húsasmíđaverkstćđi. Ímyndin hefur veriđ svolítiđ sú ađ verkstćđisvinnan sé fyrir ţá eldri en útivinnan ţá yngri en ţađ er ekki svo. Ţetta er vinna fyrir alla aldurshópa,“ segir Auđunn. Í ţađ heila eru tíu starfsmenn á verkstćđi Taks innréttinga og er stór hluti vinnunnar smíđi innréttinga og hurđa fyrir SS Byggi og fleiri verktaka. Einnig smíđar Tak fyrir ađra – bćđi fyrirtćki og einstaklinga. Ađ sögn Auđuns hefur veriđ mikiđ ađ gera og horfurnar framundan segir hann ađ séu góđar.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00