Fara í efni

Höfðingleg peningagjöf Líknarsjóðs Sjafnar til Nemendasjóðs VMA

Frá vinstri: Gunnþór, Benedikt og Jóhannes.
Frá vinstri: Gunnþór, Benedikt og Jóhannes.

Skömmu fyrir jól komu Jóhannes Ófeigsson og Gunnþór Hákonarson, fulltrúar Sjafnar – Oddfellowstúkunnar nr. 2 - I.O.O.F. á Akureyri , á fund Benedikts Barðasonar skólameistara og afhentu honum fyrir hönd Líknarsjóðs Sjafnar gjafabréf til Nemendasjóðs VMA að upphæð 500 þúsund krónur.

Jóhannes er yfirmeistari Sjafnar en Gunnþór formaður líknarsjóðsnefndar Sjafnar.

Fjármununum verður varið, eins og segir í annarri grein í reglum um Nemendasjóð, til þess „eingöngu að aðstoða efnaminni nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri með að veita fjárhagslegan stuðning til að greiða húsaleigu, kaup á fæði í mötuneyti VMA, kaup á skólabókum eða öðru sem nemandinn þarf til náms en hefur hvorki bolmagn né bakland til.“

Hér eru reglur um Nemendasjóð VMA og hér er hlekkur á umsókn um styrk úr sjóðnum.

Verkmenntaskólinn á Akureyri þakkar af heilum hug Sjöfn – Oddfellowstúku nr. 2 I.O.O.F. á Akureyri – fyrir þennan góða stuðning við Nemendasjóð VMA.