Fara í efni  

Húsasmiđjan gefur byggingadeild lagnaefni og verkfćri

Húsasmiđjan gefur byggingadeild lagnaefni og verkfćri
Ágúst Berg Arnarsson međ Helga Val og Braga.

Á dögunum kom Ágúst Berg Arnarsson, sölustjóri lagnaverslunar hjá Húsasmiđjunni, í heimsókn í byggingadeild skólans og fćrđi henni ađ gjöf nýja útfćrslu af álpexi til pípulagna, sem Húsasmiđjan hefur nýveriđ sett á markađ, og verkfćri til ţess ađ vinna međ álpexiđ.

Pípulagnir eru kenndar í byggingadeild. Fyrsta önnin er sameiginlegur grunnur fyrir allar byggingargreinar og eru nemendur ţá í bćđi kjarna- og iđnnámsgreinum. Fyrir ađra önn velja nemendur námsbraut til áframhaldandi náms, ţar á međal hafa pípulagnir veriđ í bođi ţegar nćgilega margar umsóknir hafa borist. Síđastliđiđ vor voru nokkrir pípulagningamenn útskrifađir frá skólanum og tóku ţeir jafnframt í sveinspróf. 

Ágúst Berg Arnarsson segir ađ ţađ sé Húsasmiđjunni ánćgjulegt ađ geta orđiđ byggingadeild VMA ađ liđi međ ţví ađ fćra henni umrćtt álpexefni og verkfćri. Um sé ađ rćđa nýja útgáfu af álpexi frá belgíska framleiđandanum Henco, sem er frábrugđin eldra efni ađ ţví leyti ađ áliđ sé helmingi ţykkra og límiđ sem er á milli állagsins og plastlagsins utan um sé mun öflugra en í eldri útgáfunni. Ađ ţessu samanlögđu sé ţessi nýja útfćrsla af rörum mun sterkari en sú eldri. Međ rörarúllunni fylgdu verkfćri til ţess ađ vinna međ pexiđ – beygjutöng, kjaftur og lyklar.

Á ţessum myndum er Ágúst Berg međ Helga Val Harđarsyni, brautarstjóra byggingadeildar VMA, og Braga Óskarssyni, kennara viđ deildina. Einnig má sjá ţau verkfćri sem Húsasmiđjan gaf byggingadeild.

Helgi Valur Harđarson segir ađ ţađ sé nemendum mikilvćgt ađ vinna í námi sínu í VMA međ ţađ nýjasta á markađnum í vélbúnađi og efnum. Ánćgjulegt sé ađ atvinnulífiđ styđji viđ verknámsbrautir skólans međ ţví međal annars ađ láta ţeim í té búnađ og tćki sem sé nauđsynlegt ađ hafa yfir ađ ráđa í kennslunni til ţess ađ nemendur lćri vinna međ ţau strax í námi sínu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00