Fara í efni  

Sveinsbréf afhent

Sveinsbréf afhent
Elías afhenti lćrisveinum sínum sveinsbréfin.

Á hverju hausti er árvisst á Akureyri ađ sveinar í hinum ýmsu iđngreinum fái afhent sveinsbréf sín til stađfestingar á ađ ţeir hafi lokiđ sveinsprófum og fengiđ fullgild starfsréttindi. Síđastliđinn laugardag var ţessi árvissa athöfn í Alţýđuhúsinu á Akureyri og voru rétt um fimmtíu sveinsbréf til afhendingar. Drjúgur hluti ţeirra sem fengu afhent sín sveinsbréf luku námi í sínum iđngreinum í VMA.

Sveinsbréfin sem ađ ţessu sinni voru til afhendingar skiptust ţannig á iđngreinar: 22 húsasmiđir, 15 pípulagningamenn, 6 bifvélavirkjar, 3 blikksmiđir og 3 stálsmiđir.

Sveinspróf eru haldin tvisvar á ári, í desember og janúar og júní. Á höfuđborgarsvćđinu eru sveinsbréf afhent tvisvar á ári en á Akureyri er ţađ gert einu sinni á ári. Trésmiđafélag Akureyrar hafđi lengi vel umsjón međ ţessari athöfn á Akureyri og síđar Byggiđn. Félag málmiđnađarmanna á Akureyri kom einnig ađ framkvćmdinni í ár. Í Reykjavík sér Iđan frćđslusetur um afhendingu sveinsbréfa en áđurnefnd félög gera ţađ hér norđan heiđa fyrir hönd Iđunnar. Iđan fćrir öllum ţeim sem fá sveinsbréf afhent ađ gjöf námskeiđ ađ eigin vali á vegum Iđunnar. Ţeir sem fengu afhent sveinsbréf sl. laugardag fengu einnig gjafir frá sínum fagfélögum.

Sem fyrr segir fékk stór hópur húsasmiđa afhent sín sveinsbréf en stór hluti ţeirra nam húsasmíđi annars vegar í VMA og hins vegar í Fjölbrautaskóla Norđurlands vestra á Sauđárkróki. Og ekki síđur var ánćgjulegt ađ sjá svo stóran hóp pípulagningamanna fá afhent sveinsbréf sín. Flestir luku námi í pípulögnum sl. vor í VMA og fóru síđan í sveinspróf. Elías Örn Óskarsson hafđi umsjón međ náminu og hann afhenti pípulagningasveinunum sveinsbréfin í Alţýđuhúsinu. Elías segir ánćgjulegt ađ eftir áramót verđi aftur fariđ af stađ međ nýjan hóp nemenda í pípulögnum. Ţeir eru núna á fyrstu önninni í grunndeild byggingagreina og síđan velja nemendur námsleiđ á annarri önn. Um tugur nemenda hyggst hefja nám í pípulögnum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00