Fara í efni  

Vel heppnuđ vettvangsferđ byggingadeildar í Skagafjörđ

Vel heppnuđ vettvangsferđ byggingadeildar í Skagafjörđ
Hópurinn heimsótti m.a. Steinullarverksmiđjuna.

Fjórtán nemendur og fimm kennarar byggingadeildar VMA fóru í vettvangsferđ vestur í Skagafjörđ sl. mánudag og tókst hún í alla stađi mjög vel.

Frá Akureyri var fariđ rakleiđis vestur í Hóla í Hjaltadal ţar sem Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, tók á móti hópnum. Hóladómkirkja var ađ sjálfsögđu skođuđ, en bygging hennar var hreint afrek á sínum tíma. Yfirumsjón međ byggingu kirkjunnar hafđi ţýski steinsmiđurinn Johan Christop Sabinsky og var hún reist á árunum 1757-1763 og vígđ í nóvember 1763. Án nokkurs vafa er Hóladómkirkja ein af merkari steinhúsum á Íslandi.

Einnig var gamli bćrinn á Hólum skođađur og sömuleiđis Auđunarstofa en fyrr á öldum stóđ á hús á Hólum sem nefnt var Auđunarstofa eftir Auđuni rauđa sem var Hólabiskup 1313-1322. Auđun var norskur og lét reisa hús ađ norskri fyrirmynd í biskupstíđ sinni, líklega um 1317. Húsiđ stóđ í tćpar fimm aldir eđa allt til ársins 1810. Auđunarstofa, sú er nú stendur á Hólum í Hjaltadal er tilgátuhús, reist áriđ 2001. Húsiđ er gert međ ţrennskonar byggingarlagi; stokkverki, stafverki og steinhleđslu. Stuđst var viđ ritađar heimildir um hina fornu stofu og rannsóknir á svipuđum húsum sem enn standa í Noregi og Fćreyjum.

Auđunarstofa hin forna var í senn heimili og vinnustađur Hólabiskupa. Í Auđunarstofu hinni nýju er til húsa skrifstofu vígslubiskups og ađstađa frćđimanna á vegum Guđbrandsstofnunar. Salur eđa hin eiginlega stofa hentar vel til tónlistarflutnings og fundahalda. Ţar er sýning á verkfćrunum sem notuđ voru viđ smíđi stofunnar, og margmiđlunarbúnađur fyrir fornbókasafniđ sem geymt er í kjallara hússins. Auk ţess er í kjallara ýmsir merkir gripir dómkirkjunnar.

Ađ loknum fróđlegum frćđsluerindum Erlu Bjarkar rektors var snćddur ljúffengur hádegisverđur í mötuneyti Hólaskóla og ađ honum loknum var haldiđ til Sauđárkróks og fyrst fariđ í heimsókn í Fjölbrautaskóla Norđulands vestra ţar sem Atli M. Óskarsson, brautarstjóri byggingadeildar, tók á móti hópnum og sagđi frá og sýndi starfsemi deildarinnar. Međal annars var kíkt á bindingsverkshús frá Langanesi sem deildin er nú ađ vinna ađ endurbótum á í samstarfi viđ Minjastofnun.

Frá skólanum lá leiđ hópsins í Steinullarverksmiđjuna ţar sem hún var skođuđ og veittar fróđlegar upplýsingar um starfsemina.

Loks var fariđ í heimsókn í gamla barnaskólann á Sauđárkróki sem hefur lokiđ sínu hlutverki sem skólahúsnćđi og er nú er veriđ ađ breyta húsinu í íbúđir. Áhugavert var ađ sjá hvernig ţetta er allt saman unniđ.

Ferđin tókst hiđ besta og vilja nemendur og kennarar byggingadeildar fćra öllum ţeim sem tóku á móti hópnum á Hólum og Sauđárkróki hinar albestu ţakkir fyrir góđar móttökur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00