Fara í efni  

Enn og aftur upp á leiksviđiđ

Enn og aftur upp á leiksviđiđ
Pétur leikstjóri og Freysteinn leikari.

Pétur Guđjónsson, viđburđastjóri VMA, hefur alltaf mörg járn í eldinum. Nú sem endranćr. Hann segist ekki geta neitađ ţví ađ hann sé međ ólćknandi leiklistarbakteríu og nýjasta verkefniđ hans er einmitt í ţeim geiranum. Draumaleikhúsiđ, félag sem Pétur setti á stofn sl. sumar, mun ţann 1. mars nk. frumsýna gamanleikinn Fullkomiđ brúđkaup í Hömrum, minni salnum í Hofi. Fólki býđst ađ sitja til borđs og njóta veitinga á međan á sýningunni stendur.

Pétur rifjar upp ađ síđastliđiđ sumar hafi hann sett upp sýninguna Gutta og Selmu og utan um hana hafi hann stofnađ Draumaleikhúsiđ. „Ţađ hafđi áhrif ađ ég ásamt fleira góđu fólki höfum unniđ ađ gerđ stuttmyndarinnar Hvar er draumurinn? sem hefur tafist í framleiđslu vegna ţess ađ allir eru ađ gera eitthvađ annađ. Ţar kemur ákveđin tenging viđ nafn leikhússins. Síđan verđa til töfrar og draumar í leikhúsinu,“ segir Pétur en međ honum vinna ađ ţessu nýjasta leiklistarverkefni ýmsir sem hann hefur lengi unniđ međ, t.d. Jokka G. Birnudóttir og Harpa Birgisdóttir, kennari í hársnyrtiiđn í VMA. Fleiri sem tengjast VMA koma vissulega viđ sögu í Fullkomnu brúđkaupi. Kristján Blćr Sigurđsson er framkvćmdastjóri sýningarinnar, en hann var formađur Ţórdunu og vann ţví náiđ međ Pétri. Hrafnhildur Sunna Eyţórsdóttir leggur sín lóđ á vogarskálarnar í förđun í sýningunni, Freysteinn Sverrisson fer međ eitt hlutverkiđ í sýningunni en hann túlkađi eftirminnilega Samma feita í Bugsý Malón í uppfćrslu Leikfélags VMA. Sýningum á verkinu lauk um liđna helgi og ţví fer Freysteinn úr einni leikuppfćrslunni í ađra. Hilmar Friđjónsson kennari leggur einnig Pétri liđ viđ sýninguna, sömuleiđis Sindri Snćr Konráđsson Thorsen og svo mćtti áfram telja. „Ég hef mikil tengsl viđ ţann auđ sem VMA hefur ađ geyma,“ segir Pétur.

Ţessi vinsćli gamanleikur, Fullkomiđ brúđkaup, sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir rúmum áratug og setti ađsóknarmet hjá félaginu. Leikverkiđ gerist á hóteli á brúđkaupsdaginn hjá Rakel og Bjarna og eins og gengur og gerist í försum fer eitt og annađ úrskeiđis. Auk Freysteins Sverrissonar eru leikarar í sýningunni Bernharđ Arnarsson, Inga María Ellertsdóttir, Kolbrún Lilja Guđnadóttir, Símon Birgir Stefánsson og Sjöfn Snorradóttir. Hér má sjá leikhópinn međ leikstjóra og öđru lykilfólki viđ uppsetninguna.

Pétur segir ekkert launungarmál ađ hann sé međ leiklistarbakteríu á háu stigi. „Ţó svo ađ ég hafi byrjađ unglingur ađ skrifa ljóđ og drög ađ leikritum tvítugur ţá fór allt af stađ á leiklistarnámskeiđi áriđ 2005 sem LA stóđ fyrir. Ţá var ég 34 ára. Síđan lék ég í tveimur verkum hjá Freyvangsleikhúsinu 2008-2011 og var auk ţess kynningarstjóri. Mér fannst ég alltaf lélegur leikari en handritsskrif og leikstjórn átti strax vel viđ mig. Ég tók fjögur námskeiđ í leikstjórn hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga og er nú í Listaháskólanum ađ lćra leikstjórn međ ungu fólki. Ţađ er vettvangur sem mér finnst ég bestur í. En auk ţess hef ég fengiđ styrk frá menningarsjóđi Eyţings til ţess ađ skrifa nýjan barnasöngleik um Gutta og Selmu. Ţarna finnst mér ég vera á heimavelli,“ segir Pétur en hann hefur ţegar leikstýrt tveimur stórum uppfćrslum hjá Leikfélagi VMA, Bjart međ köflum, sem var sýnt í Freyvangi, og Ávaxtakörfunni sl. vetur í Hofi. Síđasta leikuppfćrsla sem Pétur stýrđi var söngleikurinn Grease í uppfćrslu nemenda Fjölbrautaskóla Norđurlands vestra á Sauđárkróki.

En af hverju Fullkomiđ brúđkaup í Hofi? „Ég er međ ţá áráttuhegđun gagnvart sjálfum mér ađ ögra mér sífellt. Mig langar ađ Draumaleikhúsiđ sé á breiđum grunni og ţess vegna stökk ég í ţetta. Hin skýringin er sú ađ ţađ er enginn ađ setja upp farsa hér á svćđinu í ár. Fullkomiđ brúđkaup verđur sett upp í Hömrum, sem er minni salurinn í Hofi, og ţađ verđur setiđ til borđs. Viđ erum í raun ađ búa til partýstemningu ţar sem fólk kemur og skemmtir sér. Verkiđ er sannarlega til ţess falliđ ađ hlćja ađ ţví,“ segir Pétur og bćtir viđ ađ ćfingar gangi prýđilega. „Ef eitthvađ er ađ trufla okkur í ćfingunum, ţá er ţađ hláturinn í leikhópnum. Ég er međ mjög reynda leikara sem eru mjög međvitađir um hvađ ţarf ađ gera til ţess ađ vera međ vel heppnađa uppsetningu svo ţetta hefur gengiđ vel. Vissulega er kominn fiđringur í mannskapinn sem mćtti kalla stress sem á ađ vera ţví ţegar ţađ hćttir ađ koma er tímabćrt ađ snúa sér ađ öđru en leiklist.“

Pétur segist vera bjartsýnn á ţetta verkefni. „Já ég er bjartsýnn. Viđ erum ađeins međ bókađa fimm sýningardaga og áđur en viđ fórum af stađ međ miđasölu var búiđ ađ selja 200 miđa í forsölu. En núna er miđasalan komin í fullan gang. Viđ fáum líka mikil og jákvćđ viđbrögđ ađ bjóđa upp á kaffileikhús ţar sem er setiđ til borđs. Viđ ţurfum ađ standa okkur og setja hjartađ í verkefniđ. Ţađ ćtlum viđ ađ gera,“ segir Pétur Guđjónsson.

 

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00