Fara í efni  

Gleđidagur í byggingadeild

Gleđidagur í byggingadeild
Í fullum skrúđa í byggingadeild VMA í gćr.

Ţađ var mikill gleđidagur í byggingadeild VMA í gćr ţegar nemendur og kennarar fengu afhentan digran fatapakka og verkfćri og einnig fékk byggingadeild ađ gjöf verkfćri. Fulltrúar Byko á Akureyri, Haukur Már Hergeirsson verslunarstjóri og Ómar Árnason ađstođarverslunarstjóri, og Ţórhallur Matthíasson, fulltrúi fyrirtćkisins Haga ehf í Reykjavík, komu fćrandi hendi. Bođiđ var upp á tertu og kleinur í tilefni dagsins, enda ástćđa til.

Helgi Valur Harđarson, brautarstjóri byggingagreina, segir ađ unniđ hafi veriđ ađ ţessu verkefni frá ţví í haust. Upphafiđ hafi veriđ ţađ ađ leitađ var tilbođa í öryggisskó. Í kjölfariđ hafi komist á samtöl viđ talsmenn Byko og Haga sem hafi lyktađ međ ţví ađ fyrirtćkin hafi ákveđiđ ađ leggja ţví afar myndarlega liđ ađ allir nemendur á fyrsta og öđru ári í byggingadeild VMA og kennarar deildarinnar gćtu fengiđ persónuhlífar og alklćđnađ á afar vćgu verđi.

Verkmenntaskólinn kemur einnig fjárhagslega ađ málinu og hver nemandi greiđir hálft sextánda ţúsund fyrir ţann „pakka“ sem var afhentur í gćr. Í honum var hjálmur, öryggisgleraugu, heyrnahlífar, bolur, jakki, smíđabuxur, smíđavesti og öryggisskór. Einnig fengu allir ađ gjöf sög, vinnuvettlinga og hníf.

Ţórhallur Matthíasson frá Haga segir ađ um sé ađ rćđa sambćrilegan pakka og nemendur byggingadeilda Fjölbrautaskólans í Breiđholti og Fjölbrautaskóla Suđurlands á Selfossi hafi áđur fengiđ. Hann segir ađ Hagi og Byko hafi undanfarin ár haft međ sér náiđ samstarf, m.a. á ţann veg ađ Byko selji vinnufatnađ frá sćnska framleiđandanum Snickers sem Hagi flytji inn. Fatnađurinn sem VMA-nemendur fengu í gćr var einmitt frá Snickers. Ţórhallur og Haukur Már Hergeirsson, verslunarstjóri Byko á Akureyri, segja báđir afar ánćgjulegt ađ geta lagt námi í byggingadeildinni liđ međ ţessum hćtti. Ţetta sé stćrsti samstarfssamningur af ţessum toga sem fyrirtćkin hafi komiđ ađ, um sé ađ rćđa vinnufatnađ og persónuhlífar fyrir samtals um 50 manns, bćđi nemendur og kennara.

Listaverđ pakkans er um 118 ţúsund krónur en nemendur greiđa 15.500 krónur fyrir hann, sem svarar til verđs á öryggisskóm sem gerđ er krafa um ađ nemendur gangi í.

Helgi Valur segir ađ mikil áhersla sé lögđ á öryggismál í námi í byggingadeild, enda sé oft unniđ viđ vélar sem geti veriđ varasamar, sé ekki fyllstu varúđar gćtt og almennt geti vinnuumhverfi starfsmanna í byggingagreinum veriđ varhugavert. Ţví sé ţess krafist ađ nemendur noti viđeigandi persónuhlífar viđ vinnu á verkstćđi, viđ vinnu viđ byggingu sumarbústađariuns í portinu norđan skólahússins og einnig ţegar nemendur fari í heimsóknir á vinnusvćđi í ferđum á vegum skólans.

Auk fata- og öryggispakkanna sem voru afhentir í gćr fćrđi Byko byggingadeild VMA ađ gjöf ýmis verkfćri sem deildina vantađi. Helgi Valur segir ómetanlegt fyrir skólann ađ njóta stuđnings atvinnulífsins međ ţessum hćtti.

Ţess ber einnig ađ geta ađ nemendur byggingadeildar VMA njóta ríflegs afsláttar af handverkfćrum, Bosch rafmagnsverkfćrum og Snickers fatnađi til loka ţessarar annar.

Hagi ehf. er rótgróiđ fyrirtćki í innflutningi og sölu á verkfćrum og vinnufatnađi. Eitt ţekktasta merki fyrirtćkisins frá upphafi er án efa Hilti sem hefur á bođstólum rafmagnsverkfćri af ýmsum toga.

Á međfylgjandi mynd eru nemendur 1. og 2. árs byggingadeildar VMA og kennarar deildarinnar í fullum skrúđa, auk fulltrúa Byko og Haga.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00