Fara í efni

Og svo fór að snjóa ...

Ruðningstækin við VMA sl. föstudag.
Ruðningstækin við VMA sl. föstudag.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að framan af vetri var eðrið afskaplega notalegt, enginn snjór á jörðu á láglendi og hann var einungis að finna í hæstu fjallatoppum. Skíðamennirnir voru síður en svo ánægðir en þeir hafa nú heldur betur tekið gleði sína því það hefur bókstaflega kyngt niður síðustu daga. Þetta hefur valdið mikilli röskun á samgöngum og haft áhrif á ýmsum sviðum.

Síðastliðinn föstudag þurfti að fresta skólabyrjun í VMA um tæpa tvo tíma m.a. vegna veðurs og að snjóruðningsmennirnir hefðu svigrúm til þess að ryðja sjónum af bílastæðum við skólann. Hilmar Friðjónsson gerði þetta skemmtilega myndband um kröftug snjóruðningstæki við VMA og hér eru ljósmyndir sem hann tók sl. föstudag í vetrarríkinu.