Fara í efni

Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar í Ketilhúsinu

Þessi mynd gerði Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.
Þessi mynd gerði Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.

Á morgun, laugardaginn 24. nóvember, kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Ketilhúsinu. Sýningin ber yfirskriftina Taugar

Sýning lokaverkefna nemenda á listnáms- og hönnunarbraut er fastur liður í náminu. Nemendur hafa unnið að lokaverkefnum sínum á þessari önn og punkturinn er settur yfir i-ið með sameiginlegri sýningu útskriftarnemendanna þar sem þeir njóta leiðsagnar kennara. 

Sem fyrr gefur sýning nemendanna góða mynd af fjölbreyttu námi á listnáms- og hönnunarbraut. Þetta er fjórða árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Þeir nemendur sem sýna verk sín að þessu sinni eru:

Berglind Björk Gísladóttir
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir
María Lind Oddsdóttir
Sara Líf Huldudóttir 
Sesselía Agnes Ingvarsdóttir
Sigþór Veigar Magnússon
Tinna Rut Andrésdóttir

Sem fyrr segir verður sýningin opnuð á morgun, laugardag, kl. 15. Opið verður alla daga kl. 12-17 til 2. desember nk.