Fara í efni  

Afslappandi ađ smíđa í bílskúrnum

Afslappandi ađ smíđa í bílskúrnum
Adam Óskarsson viđ rennibekkinn.

Dags daglega kennir Adam Óskarsson annars stigs áfanga í stćrđfrćđi og heldur utan um Moodle kerfi VMA. Hann var lengi kerfisstjóri skólans og einn af frumkvöđlum í fjarkennslu í skólanum og á Íslandi. Í ţví  sambandi er vert ađ rifja upp ađ fyrir réttum aldarfjórđungi, í árslok 1993 var frá ţví sagt í Morgunblađinu ađ á vorönn 1994 myndi hefjast fjarkennsla í tveimur áföngum í ensku í VMA, ensku 102 og ensku 212. Umsjón međ kennslunni höfđu Adam og Haukur Ágústsson. Ţađ verđa ţví merk tímamót í upphafi vorannar, ţá verđa sem sagt 25 ár liđin frá fyrstu fjarkennslunni í VMA og er óhćtt ađ segja ađ ţćr vćntingar sem Adam og Haukur gerđu til ţessarar nýjungar í skólamálum á Íslandi, ţar sem samskipti nemenda og kennara yrđu alfariđ í gegnum tölvu, hafi heldur betur gengiđ eftir. Óhikađ má segja ađ ţetta hafi veriđ fyrsta fjarkennslan í framhaldsskólum á Íslandi međ ţessu sniđi. Og vakti ađ vonum gríđarlega athygli og eftir henni var tekiđ, ekki ađeins hér á landi heldur einnig víđa erlendis. Í evrópskri úttekt á fjarkennslumálum nokkrum árum eftir ađ fjarkennslan hófst í VMA var sérstaklega horft til ţessa fyrirkomulags í VMA og Adam minnist ţess ađ hafa fariđ til útlanda til ţess ađ kynna fjarkennsluna á ráđstefnum.

Gleymir stund og stađ á árbakkanum
Ţegar Adam er ekki í sinni daglegu vinnu sinnir hann áhugamálunum. Á sumrin segist hann njóta ţess ađ standa á árbakkanum og kasta fyrir fisk. Stór hluti af veiđskapnum sé ađ njóta náttúrunnar og kyrrđarinnar, ekkert sé eins afslappandi og hlađi batteríin jafn vel og ađ kasta flugu fyrir fisk í fallegri veiđiá. Skjálfandafljótiđ nefnir Adam fyrst ţegar hann er spurđur um uppáhalds veiđiána. Ţar segist hann hafa veitt í áratugi, hafi raunar byrjađ ađ fara međ föđur sínum sem smá polli. Og sömuleiđis segist hann veiđa mikiđ í Fnjóská en í Fnjóskárdalnum keypti fjölskyldan fyrir nokkrum árum um fimmtíu ára gamlan sumarbústađ sem Skapti Áskelsson skipasmíđameistari, Skapti í Slippnum, byggđi. Bústađinn segist Adam hafa smám saman veriđ ađ endurbyggja og í ţeirri vinnu felist líka ákveđin hugarró og afslöppun frá amstri dagsins. Yfir vetrarmánuđina fer veiđibúnađurinn í geymslu en ţó ekki ađ öllu leyti ţví veturinn er tími fluguhnýtinga. Ţá hittir Adam nokkra af veiđifélögunum og endurnýjar flugusafniđ. Allt ţarf ađ vera klárt ţegar sól hćkkar á lofti á ný.

Veturinn nýtir Adam einnig fyrir annađ áhugamál, rennismíđi. Hann segist lengi hafa haft gaman ađ ţví ađ vinna eitthvađ í höndunum, ađ skapa og sjá hluti verđa til. Á raunar ekki langt ađ sćkja ţau gen ţví nafni hans og afi, Adam Magnússon sem bjó í Bjarkarstíg 2, var trésmíđameistari. Adam segist hafa oft fylgst međ afa sínum og drukkiđ í sig ýmsan fróđleik í smíđunum. „Smíđarnar blunduđu alltaf svolítiđ innra međ mér. Ég fór ţó í Menntaskólann á Akureyri en sótti einnig tíma í Iđnskólanum. Ţađ ţótti hins vegar heldur asnalegt í ţá daga,“ rifjar Adam upp. Ţađ var ekki fyrr en mörgum árum síđar sem hann sótti sér grunnţekkingu í húsgagnasmíđi í byggingadeild VMA.
Áriđ 2007-2008 var Adam í námsleyfi í Kanada. Áđur byggđi hann bílskúr viđ hús fjölskyldunnar viđ Löngumýri. „Mig vantađi alltaf rými til ţess ađ dunda mér hér heima en međ bílskúrnum opnađist loks sá möguleiki.“

Smíđar í bílskúrnum
Áđur en haldiđ var heim frá Kanada ákvađ Adam ađ nýta tćkifćriđ og kaupa sér ýmsar vélar sem kćmu ađ góđum notum í smíđunum út í bílskúr. „Ţađ má í raun segja ađ ég hafi frá 2008 gripiđ í smíđar í bílskúrnum ţegar ég á lausar stundir,“ segir Adam. Rennibekkurinn er á sínum stađ og ţar verđa til ótal margir fallegir munir úr smiđju Adams. Upp viđ loft í bílskúrnum er kanóbátur  sem Adam smíđađi. Hann hefur smíđađ fjölda hnífa og taflmenn hefur hann hannađ og smíđađ frá grunni. Nú hefur hann tafl í smíđum. Og nýlega fór Adam ađ tálga ţessa flottu karla. Til varđ sagan um Adam og synina sjö. Barnabörnin töldu ţá félaga og komust ađ ţeirri niđurstöđu, sem auđvitađ er rétt, ađ ţeir vćru bara sjö. Ţau spurđu ţví eđlilega hvar Adam sjálfur vćri niđur kominn. Adam hafđi svar á reiđum höndum, nafni hans vćri stćrri og vćri ţví hafđur úti á stétt.

Fyrir utan bílskúrinn er fullt af allskyns trjábútum sem bíđa ţess ađ Adam geri úr ţeim fallega gripi. Og inni í skúrnum er líka ógrynni af smáum sem stórum viđarbútum, sem Adam hefur fengiđ hér á landi og í útlöndum. Til dćmis flutti hann međ í gámnum frá Kanada marga viđarbúta, sá stćrsti er um 80 cm í ţvermál og vegur hartnćr 300 kíló. Úr honum má gera fjölmarga listmuni. Adam segir ađ ţađ sé í raun engin takmörk fyrir ţví hvađ hćgt sé ađ búa til. Miklu frekar sé ţetta spurningin um hugmyndaflugiđ. Hann segir ađ smíđarnar hafi aldrei átt ađ vera annađ en „hobbý“ og ekki sé ćtlunin ađ ţćr verđi eitthvađ annađ. Hins vegar sé mikil spurn eftir ýmsum munum frá honum til tćkifćrisgjafa og í ađdraganda jóla. Smíđagripir frá Adam hafa fengist í versluninni Flóru á Akureyri og sömuleiđis hafa ţeir veriđ veriđ til sölu í ferđaţjónustunni í Skjaldarvík.

„Ég hef gaman ađ ţví ađ prófa mismunandi viđartegundir og einnig hef ég m.a. smíđađ úr beinum. Fólk veit af ţessu áhugamáli mínu og gaukar ađ mér viđarbútum og ýmsu öđru sem nýtist vel. Á ferđum mínum utan landsteinanna leita ég gjarnan ađ viđarbútum til ţess ađ hafa međ mér heim,“ segir Adam.

Og fyrst minnst er á útlönd. Fyrir dyrum stendur ćvintýralegt ferđalag Adams og Hugrúnar Helgadóttur eiginkonu hans. Ţann 27. janúar nk. liggur leiđ ţeirra til Egyptalands ţar sem siglt verđur niđur Níl. Síđan verđur fariđ til Aţenu og London og áfram liggur leiđin niđur til Jóhannesarborgar í Suđur-Afríku og ţađan til Namibíu. Í ţađ heila verđur ţetta um sex vikna ferđalag á framandi slóđum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00