Fara í efni  

Skiptinemar í VMA

Skiptinemar í VMA
Skiptinemarnir (f.v.) Maxime, Louise og Jana.

Ţađ er alltaf áhugavert og skemmtilegt fyrir skiptinema ađ fara í gjörólíkt land og upplifa ađra siđi og venjur og tala nýtt og oft framandi tungumál. Núna á haustönn eru ţrír skiptinemar viđ nám í VMA – tvćr stúlkur frá Belgíu – Jana Fermeylen (18 ára) og Louise Cerpentier (16 ára) – og franskur piltur, Maxime Teilleux (17 ára).

Ţau eru sammála um ađ ţađ sem hafi dregiđ ţau til Íslands hafi veriđ hversu framandi landiđ vćri í ţeirra huga. Ţau sögđust ekki hafa vitađ margt um landiđ en vitaskuld séđ margar ljósmyndir sem hafi gefiđ til kynna fallega nátturu. En um daglegt líf sögđust ţau ekki hafa vitađ margt. Maxime sagđist hafa viljađ dvelja í landi ţar sem loftslag vćri frekar kalt, honum líkađi ekki hitinn og kysi fremur ađ vera í kaldara loftslagi. Ekki síst ţess vegna hafi Ísland orđiđ fyrir valinu.

Jana og Louise nefna ađ frjálsrćđiđ á Íslandi hafi komiđ ţeim skemmtilega á óvart og ţćr upplifi sig öruggar hér. Í stćrri borgum Belgíu sé nánast útilokađ fyrir ungar stúlkar á ţeirra aldri ađ ganga úti á götu, ţađ geti hreinlega veriđ hćttulegt. Annađ sé uppi á teningnum hér. Ţađ hafi tekiđ tíma fyrir ţćr ađ átta sig á ţessu.

Ţađ sem skipti máli viđ ađ fara frá sínu heimalandi um stundarsakir sem skiptinemar segja ţau öll ađ sé ađ takast á viđ ný og ögrandi verkefni í nýju landi, ţađ sé afar ţroskandi. Gaman sé ađ kynnast nýjum siđum og ólíkri menningu. Jana segist hafa prófađ ađ borđa hvalkjöt og lunda og Louise er búin ađ upplifa göngur og réttir sem henni fannst vera bráđskemmtilegt. Skólakerfiđ er vissulega öđruvísi hér en í Belgíu og Frakklandi. Ţeim finnst öllum sérstakt á Íslandi ađ nemendur séu í grunnskóla í tíu ár og fari síđan í framhaldsskóla. Ţessu sé öđruvísi háttađ í ţeirra heimalöndum. Ţannig segir Louise ađ ţegar hún fari heim til Belgíu í byrjun desember nk. fari hún aftur í framhaldsskólann sinn ţar og ljúki honum í vetur, síđan taki viđ háskólanám. En Louise og Jana eru sammála um ađ í VMA séu mun meiri möguleikar til ţess ađ velja áfanga en í skólum ţeirra í Belgíu. Ţar sé námiđ fyrirfram ákveđiđ og gefi litla sem enga möguleika til breytinga.

Öll eru ţau ţeirrar skođunar ađ íslenskan sé snúiđ tungumál ađ lćra en ţó má heyra ađ nú ţegar eru ţau farin ađ nota íslensk orđ og mynda setningar, ţó svo ađ ţau séu ekki búin ađ vera á landinu nema í um fimm vikur. Louise hefur skamman tíma til stefnu til ţess ađ lćra tungumáliđ en Jana og Maxime hafa allan veturinn til ţess ađ takast á viđ íslenskuna.

En er eitthvađ eitt öđru fremur sem upp í hugann kemur sem ţeim hefur fundist framandi á Íslandi? Ţađ stendur ekki á svari hjá ţeim belgísku: Ađ vera naktar í sturtunum í sundlaugunum međ ókunnugum konum. Ţetta fannst ţeim framandi og heldur óţćgilegt í byrjun en kippa sér ekki upp viđ ţetta lengur. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00