Fara í efni

Opnunartími í prófatíð

Opnar kennslustofur fyrir nemendur utan hefðbundins skólatíma. 

Frá og með mánudeginum 30. apríl verða kennslustofur í D-álmu (D01-D08) opnar fyrir nemendur til kl. 21 mánudaga- fimmtudaga á starfstíma skóla (lokadagur er sjúkraprófsdagar annarinnar). Skólinn verður ekki opinn 1. maí, 10. maí og 21. maí sem eru almennir frídagar. Nemendur geta farið í þessar stofur til að læra. Vert er að minna á að bókasafnið er opið til kl. 18 alla daga nema föstudaga. Gert er ráð fyrir því að nemendur gangi inn um inngang að vestan. Ekki er hægt að hafa allan skólann opinn. 

Til að þetta verkefni gangi vel þá þarf að ganga vel um og er nemendum treyst fyrir því.