Fara í efni  

Íţróttabraut - stýrimađur - sjávarútvegsfrćđi

Íţróttabraut - stýrimađur - sjávarútvegsfrćđi
Einar Hannesson, stýrim. og sjávarútvegsfrćđinemi.

Sem kunnugt er eru leiđir fólks í gegnum nám afar mismunandi. Möguleikarnir og tćkifćrin eru óţrjótandi. Einar Hannesson, 25 ára Akureyringur, er einn ţeirra fjölmörgu sem hafa fariđ töluvert óhefđbundna leiđ í skólakerfinu. Ađ loknum grunnskóla fór hann á íţróttabraut í VMA haustiđ 2008 og var á henni í tvo vetur en eitt sumariđ fór hann á sjóinn á togaranum Sigurbjörginni ÓF og ţá var teningnum kastađ.

Ţađ kom raunar ekki á óvart ađ sjórinn heillađi Einar ţví sjómennskan og útgerđ var áratugum saman samofin hans föđurfólki í Ólafsfirđi og ţví má segja ađ sjómennskan sé í blóđinu. Garđar Guđmundsson afi hans var skipstjóri og útgerđarmađur og Guđmundur Garđarsson föđurbróđir hans var einnig skipstjóri.

“Ţađ má segja ađ ég hafi orđiđ ástfanginn af sjónum og í framhaldinu fór ég í Tćkniskólann á skipstjórnarbraut og lauk ţví námi áriđ 2014 međ stúdentsprófi og fullum skipsstjórnarréttindum. Í tvö og hálft ár starfađi ég sem stýrimađur en ákvađ ţá ađ mennta mig meira og fór í sjávarútvegsfrćđi í Háskólanum á Akureyri fyrir tveimur árum. Mér líkar námiđ afar vel. Ţetta er krefjandi nám, sérstaklega fyrsta áriđ. Ţađ er töluverđ verkleg kennsla í efnafrćđi, líffrćđi og örverufrćđi og einnig er töluvert mikil stćrđfrćđi. Mér líkar mjög vel til sjós en engu ađ síđur var ég hugsi yfir ţví hvort ég vildi eyđa allri ćvinni í vinnu út á sjó. Niđurstađan var sú ađ afla mér frekari menntunar sem tengdist sjávarútveginum og ég sé fyrir mér ađ starfa í greininni í framtíđinni. Ţrátt fyrir ađ fara í ţetta nám hef ég ţó ekki sagt skiliđ viđ sjómennskuna. Ţađ fer vel saman ađ hafa skipstjórnarréttindin og einnig sjávarútvegsfrćđina. Hún er mjög góđur grunnur fyrir ákveđna sérhćfingu, til dćmis er aldrei ađ vita nema ég bćti viđ mig ţekkingu á fjármálahliđinni. Ég er fjármálastjóri Félags stúdenta viđ Háskólann á Akureyri og kann vel viđ ţá umsýslu. Sjávarútvegsfrćđin snýst ekki bara um fisk, hún veitir innsýn í svo ótal margt og vísar fólki veginn í ólíkar áttir. Ţađ segir sína sögu um breidd námsins ađ ofan á BS-próf í sjávarútvegsfrćđi ţarf ađeins eitt ár til viđbótar til ţess ađ ljúka námi í viđskiptafrćđi.

Á sínum tíma ţegar ég fór á íţróttabraut VMA var alls ekki inni í myndinni ađ fara ţá leiđ í námi sem ég síđan fór. Ég fór á íţróttabraut međ ţađ í huga ađ afla mér ţekkingar til ţess ađ ţjálfa íţróttir eđa fara áfram í nám í íţróttafrćđi. En ţetta fyrsta sumar mitt til sjós á Sigurbjörginni breytti öllum mínum áformum og áherslum,” segir Einar en hann mćtti í sinn gamla skóla í síđustu viku til ţess ađ kynna nemendum í VMA möguleika til náms í sjávarútvegsfrćđi og öđrum greinum í Háskólanum á Akureyri.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00