Fara í efni  

Verđandi smiđur eđa kokkur - ţađ er spurningin!

Verđandi smiđur eđa kokkur - ţađ er spurningin!
Hlynur Halldórsson.

Hlynur Halldórsson, 24 ára Akureyringur, er á fimmtu og síđustu önn í húsasmíđi og ţar međ á lokasprettinum í náminu. Handan viđ horniđ bíđur sveinspróf í húsasmíđi. Á ţessari síđustu önn eru nemendur undirbúnir sem best fyrir ţađ.

Vegurinn ađ sveinsprófi í húsasmíđi hefur ekki veriđ beinn og breiđur ţví Hlynur hefur vissulega tekiđ töluvert mikla beygju á leiđinni. Veturinn 2010-2011 var hann í MA en ákvađ ađ fćra sig upp í VMA og fór í grunndeild matvćlagreina. Lauk ţví námi og sömuleiđis námssamningi sem matreiđslumađur. Á ţví í raun ađeins 2. og 3. bekkinn eftir til ţess ađ geta fariđ í sveinspróf í matreiđslu. Hlynur segist ekki útiloka ađ hann muni einhvern góđan veđurdag skella sér í ţessa tvo bekki í matreiđslunáminu og ljúka ţví líka.

“Ég hefđi aldrei getađ séđ mig á skrifstofu, ţess vegna lá beint viđ ađ fara í iđngrein. Matreiđslan varđ fyrst fyrir valinu og ég kunni henni ágćtlega. Ákvađ síđan ađ fara í húsasmíđina haustiđ 2015 og hef veriđ á samningi hjá fyrirtćkinu Ými hér á Akureyri. Allt iđnnám, hvort sem mađur vinnur viđ ţađ eđa ekki, nýtist mjög vel. Ég vinn hjá Ými međ skólanum og horfi til ţess ađ halda áfram ađ vinna í smíđunum ađ loknu sveinsprófi. Hins vegar ţykir mér áhugaverđur kostur ađ fara í byggingatćknifrćđi og hver veit nema ađ sú verđi raunin. Ţađ kemur síđar í ljós, margir möguleikar eru í bođi,” segir Hlynur Halldórsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00