Fara í efni  

Mikilsverđ erlend samstarfsverkefni

Mikilsverđ erlend samstarfsverkefni
Hildur Friđriksdóttir.

Hildur Friđriksdóttir annast í vetur verkefnastjórn erlendra samskipta í VMA auk ţess ađ starfa á bókasafni skólans og tekur hún viđ ţessum verkefnum af Jóhannesi Árnasyni sem í vetur starfar sem áfangastjóri viđ hliđ Sigurđar Hlyns Sigurđssonar.

„Ţetta starf felur fyrst og fremst í sér ađ hafa yfirumsjón međ ţeim erlendu samstarfsverkefnum sem skólinn tekur ţátt í. Í ţví felst ađ vera tengiliđur fyrir hönd skólans og hafa yfirlit yfir hvađa samstarfsverkefni og styrkir skólanum standa til bođa.
VMA tekur ţátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum enda telur skólinn sig hafa hag af ţví. Skólinn hefur umsjón međ sumum ţessara verkefna en í öđrum erum viđ ađeins ţátttakendur.
Núna lítur út fyrir ađ skólinn taki ţátt í tveimur nýjum samstarfsverkefnum. Annađ ţeirra tengist íţróttakennslunni hér og einnig er KA ţátttakandi í ţví verkefni. Hugsunin er sú ađ nemendur fari héđan og kynnist íţróttastarfi í hinum löndunum sem taka ţátt í verkefninu og ađ sama skapi komi hingađ nemendur og kynni sér íţróttastarf hér og taki ţátt í ţví. Hitt verkefniđ snýr ađ starfsnámi í dreifbýli og lýtur ađ ţví hvernig unnt sé ađ efla starfsnám í dreifbýli og hvernig nemendum verđi gert kleift ađ sinna starfsnámi í sinni heimabyggđ. VMA verđur eini skólinn í ţessu verkefni en einnig taka ţátt í ţví ýmsar evrópskar stofnanir. Ef viđ horfum á námiđ hér má spyrja sig ţeirrar spurningar hvort mögulega sé unnt fyrir nemendur á nokkrum starfsbrautum ađ taka hluta af sínu námi í sinni heimabyggđ,“ segir Hildur og bćtir viđ ađ vilji VMA standi til ţess ađ eiga samstarf viđ erlenda skóla og stofnanir sem geri nemendum í VMA kleift ađ taka hluta af sínu starfsnámi erlendis. Í ţví sambandi nefnir hún dćmi um ađ bćđi nemendur á sjúkraliđabraut og í hársnyrtiiđn hafi tekiđ hluta af starfsnámi sínu erlendis. „Í nóvember fáum viđ í heimsókn nemendur frá Berlín sem munu starfa á leikskólum hér á Akureyri í mánuđ.  Ţetta er ávöxtur samstarfs VMA og skóla í Berlín sem starfsfólk hér í VMA heimsótti m.a. í ferđ til Berlínar í lok maí sl. Síđastliđinn vetur komu líka nokkrir nemendur frá Berlín og störfuđu á leikskólum hér og ţađ gekk ljómandi vel.“

Hildur segist ennţá vera ađ setja sig inn í ţau samstarfsverkefni sem VMA tekur ţátt í en henni sé ljóst af ţví sem hún hafi nú ţegar kynnt sér ađ ţessi verkefni séu skólanum afar gagnleg og mikils virđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00