Fara í efni  

Ferđafiskur keppir til úrslita um besta frumkvöđlafyrirtćkiđ

Ferđafiskur keppir til úrslita um besta frumkvöđlafyrirtćkiđ
Fulltrúar Ferđafisks kampakátir međ árangurinn.

Eins og greint var frá hér á heimasíđunni 6. apríl sl. tóku ţrjú verkefni nemenda af viđskipta- og hagfrćđibraut VMA ţátt í svokallađri Vörumessu 2017 ţar sem kynnt voru frumkvöđlaverkefni 63 örfyrirtćkja sem um 300 framhaldsskólanemar af öllu landinu stóđu ađ. Af ţessum 63 verkefnum hafa nú 15 fyrirtćki veriđ valin í úrslit keppninnar um besta frumkvöđlafyrirtćki ársins. Eitt ţessara fyrirtćkja er úr VMA – Ferđafiskur. Úrslitin fara fram í Háskólanum í Reykjavík ađ viku liđinni, miđvikudaginn 26. apríl. Ţađ liđ sem vinnur keppnina fer sem fulltrúi Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöđla sem verđur í Belgíu í sumar.

Ferđafiskur hefur nú ţegar vakiđ verđskuldađa athygli. Morgunblađiđ fjalliđ um hugmyndina 31. mars sl. Hér er mynd af bás Ferđafisks í Smáralind og hér er heimasíđa verkefnisins. Eins og sjá má gengur verkefniđ út á ađ selja frystan fisk í gegnum netiđ og síđan er varan afhent heim viđ dyr viđkomandi kaupenda. Hér má sjá ţá nemendur sem ađ fyrirtćkinu standa.
Upphaflega gekk hugmynd forsvarsmanna Ferđafisks út á ađ selja og heimsenda harđfisk en síđan ţróađist hugmyndin og niđurstađan varđ sú ađ bjóđa til sölu frosinn ţorsk í blokkum. Í framhaldinu fór Ferđafiskur í samstarf viđ Samherja og ţorskpakkningar - 2,2 kg ađ ţyngd – voru í bođi fyrir kaupendur á Akureyri.
Áđur en fariđ var af stađ međ ţróun hugmyndarinnar unnu nemendur markađsrannsókn í gegnum facebook og niđurstađa svörunar úr ţeirri rannsókn var á ţann veg ađ bjóđa upp á ţorsk.
Miđađ viđ góđar viđtökur má velta fyrir sér hvort ekki sé full ástćđa til ţess ađ ţróa hugmyndina áfram upp í fullvaxta fyrirtćki. Hins vegar er um ađ rćđa námsverkefni og ţađ lifir ţar til umrćddum námsáfanga í frumvöđlafrćđi lýkur núna á vordögum.

Kennarar frumkvöđlafrćđiáfangans í VMA eru Íris Ragnarsdóttir og Katrín Harđardóttir.  


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00