Fara í efni  

Öflugur í bogfiminni

Öflugur í bogfiminni
Aron Örn Olason Lotsberg.

Aron Örn Olason Lotsberg, sem er á sautjánda ári, hefur æft og keppt í bogfimi undanfarin ár með góðum árangri. Hann sigraði í sínum flokki – ungmennaflokki – á Íslandsmótinu í bogfimi í síðasta mánuði.

Aron Örn er frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit og stundar nám á brautarbrú í VMA. Næsta haust stefnir hann á nám í grunndeiild matvælabrautar.

Undanfarin fimm ár hefur hans helsta áhugamál verið bogfimi og hana æfir hann hjá Íþróttafélaginu Akri á Akureyri – þjálfari hans er Rúnar Þór Björnsson. Aron segist æfa að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku – 2-3 tíma í senn – og þar fyrir utan taki hann styrktaræfingar. Bogfimi segir Aron að sé tækniíþrótt og því sé mikilvægt að slaka hvergi á í æfingum. „Ég vissi að ég ætti góða möguleika á Íslandsmótinu og árangurinn þar er vissulega hvetjandi fyrir framhaldið,“ segir Aron Örn.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.