Fara í efni  

Listin er minn heimur

Listin er minn heimur
Sandra Wanda Walankiewicz.

Sandra Wanda Walankiewicz fćddist í Póllandi áriđ 1997 en fluttist til Akureyrar fyrir tćpum átta árum međ móđur sinni og yngri systur. Ţá hafđi fađir hennar starfađ í ţrjú ár sem bátasmiđur hér á landi og líkađi svo vel ađ úr varđ ađ fjölskyldan fluttist búferlum til Akureyrar.  Ađ loknu grunnskólanámi í Oddeyrarskóla lá leiđ Söndru beint á listnámsbraut VMA ţar sem hún stundar nú nám. Ađ óbreyttu segist hún reikna međ ađ ljúka náminu ađ rúmu ári liđnu, voriđ 2017.

Ţađ vekur athygli hversu góđa íslensku Sandra talar eftir ekki lengri dvöl á landinu. Hún segist hafa lagt sig eftir ţví ađ lćra íslenskuna og ţađ hafi líka hjálpađ sér ađ vinna viđ afgreiđslustörf í snyrti- og sérvörudeildinni í Hagkaup ţví samskipti viđ viđskiptavini ţjálfi hana vel í tungumálinu.

„Ég lýk ţriđja árinu í vor og er núna langt komin međ myndlistarbrautina en ćtla ađ bćta viđ mig ýmsum áföngum á hönnunar- og textílbraut. Og ég ćtla ađ ljúka stúdentsprófi af listnámsbraut. Ţađ kom ekkert annađ til greina hjá mér en ađ fara á listnámsbraut í VMA ţví ég hef frá ţví ég var pínulítil haft gaman af ţví ađ teikna og mála. Ég hef gaman af ţví ađ vinna međ allskonar hugmyndir hvort sem er ađ mála, teikna, innsetning, ljósmyndun o.fl.  Sumir sögđu viđ mig ađ upp á framtíđina vćri kannski betra fyrir mig ađ fara fyrst á t.d. félagsfrćđabraut til ţess ađ ég ćtti auđveldara međ ađ fá vinnu. En ég hlustađi ekkert á ţađ og hef alltaf litiđ svo á ađ mađur eigi ađ gera ţađ sem mađur hefur ánćgju af. Listin er minn heimur,“ segir Sandra.

Ţessa dagana hangir uppi á vegg viđ austurinngang VMA akrílverk sem Sandra vann í áfanganum MYL 504 á haustönn. Ţar leikur hún sér ađ ţví ađ blanda saman íslensku landslagi og abstrakt listformi. Verkiđ kallar Sandra „Gulliđ á Mars-Landi“ og segir nafniđ vísa til Íslands. Oft hafi veriđ sagt um landiđ ađ ţar megi finna megi ýmsa stađi á sem líkist yfirborđi reikistjörnunnar Mars. Sandra segist hafa mikla ánćgju af ţví ađ leika sér međ form og liti og í ţessu tilfelli hafi hún tekiđ fjölda ljósmynda af landslagi og mismunandi áferđ sem hún hafi síđan unniđ verkiđ út frá.

Sandra ćtlar ađ sćkja um íslenskan ríkisborgararétt og var einmitt í gćr ađ kynna sér hvernig ađ ţví skuli stađiđ. Gangi ţađ allt eftir verđur hún međ tvöfalt ríkisfang. Hún segist líta á Ísland sem sitt heimaland, hér líki henni mjög vel og á Akureyri sér hún fyrir sér ađ búa í framtíđinni. Hún á íslenskan kćrasta, sem reyndar er einnig nemandi í VMA, í byggingadeildinni. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00