Síðasti kennsludagur haustannar
09.12.2025
Tíminn líður svo sannarlega hratt. Það er eins og haustönnin hafi rúllað af stað í gær en engu að síður er hún að verða búin. Í dag er síðasti kennsludagur annarinnar og við tekur tími námsmats. Í sumum áföngum er símat, í öðrum eru próf að hluta. Nemendur hafa verið á fullu að vinna að verkefnum í hinum ýmsu áföngum í verk- og bóknámi og sú vinna er á lokametrunum.
Lokapunktur annarinnar verður annan föstudag, 19. desember, með brautskráningu í Menningarhúsinu Hofi. Nánar um hana þegar nær dregur.