Frestur til að senda verk í ritlistakeppni Ungskálda rennur út í kvöld
Frestur til þess að senda inn ritverk í ritlistakeppni Ungskálda rennur út á miðnætti í kvöld, 30. október. Hér er hægt að senda efni inn.
Hin árlega ritlistakeppni ungskálda er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og verða peningaverðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku og vera frumsamið hugverk.
Dómnefnd kunngjörir úrslit í ritlistakeppninni laugardaginn 15. nóvember nk. kl. 14 á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Þess má geta að nk. þriðjudagskvöld, 4. nóvember, verður kaffihúsakvöld Ungskálda á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum á Akureyri. Ungt ritlistafólk er velkomið á þennan viðburð þar sem tækifæri gefst til að læra eitthvað nýtt og kynnast skrifum annarra – og ef til vill að lesa upp eigin verk. Veitingar verða í boði fyrir skráða gesti á viðburðinn. Skráning er á heimasíðu Ungskálda.