Fara í efni

Taka þátt í Nord+ verkefni

Nemendur og kennarar í Nord+ verkefninu í VMA.
Nemendur og kennarar í Nord+ verkefninu í VMA.
Viðskipta- og hagfræðibraut VMA er þátttakandi í vetur í svokölluðu Nord+ verkefni og er fyrsti hluti þess hér á Akureyri þessa viku. Hingað komu í vikubyrjun nemendur frá fjórum löndum – Finnlandi, Litháen, Eistlandi og Léttandi – þrír nemendur frá hverju landi – og einn kennari frá hverju landi og vinnur hópurinn með nokkrum nemendum og kennurum á viðskipta- og hagfræðibraut VMA að verkefni um áhrif fjölmiðla á ungt fólk.

Viðskipta- og hagfræðibraut VMA er þátttakandi í vetur í svokölluðu Nord+ verkefni og er fyrsti hluti þess hér á Akureyri þessa viku. Hingað komu í vikubyrjun nemendur frá fjórum löndum – Finnlandi, Litháen, Eistlandi og Léttandi – þrír nemendur frá hverju landi – og einn kennari frá hverju landi og vinnur hópurinn með nokkrum nemendum og kennurum á viðskipta- og hagfræðibraut VMA að verkefni um áhrif fjölmiðla á ungt fólk.

Hinir erlendu gestir komu til Akureyrar sl. mánudag og lýkur verkefnavinnunni í dag og síðan fara þeir í skoðunarferð í Mývatnssveit á morgun.

Sambærilegar vinnusmiðjur verða í öllum aðildarlöndum Nord+ verkefnisins og því munu tólf nemendur í VMA fara utan í vetur og sækja heim skóla í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum – þrír nemendur fara í hverja heimsókn. Fyrsta utanferðin verður í nóvember nk. og verður ferðinni heitið til Finnlands. Nýtt viðfangsefni verður í hverri verkefnasmiðju.

Í lok verkefnasmiðjunnar kynna nemendur frá hverju landi verkefni sín og segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, fagstjóri viðskipta- og upplýsingatæknigreina, að kynningarnar séu kærkomnar fyrir nemendur að kynna áhugaverð verkefni á erlendum málum, í þessu tilviki ensku, og um leið styrki verkefnin kunnáttu nemenda í tölvusamskiptum. Þá séu heimsóknirnar í vetur til þess fallnar að víkka út sjóndeildarhring nemenda og þeim gefist kostur á að sækja heim lönd sem Íslendingar eru ekki að heimsækja á hverjum degi.

Hér er bloggsíða verkefnisins.

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti í VMA í gær og tók þessar myndir af vinnusmiðju nemenda og kennara.