Fara í efni

Sturtuhausinn nk. fimmtudagskvöld í Gryfjunni

Sturtuhausinn, hin árlega söngkeppni VMA verður nk. fimmtudagskvöld kl. 20:00 í Gryfjunni. Húsið verður opnað kl. 19:30.

Eftirtaldir þátttakendur verða í Sturtuhausnum að þessu sinn (nöfn laganna eru í sviga):

Svavar Máni - Fyrir fáeinum sumrum
Maron Þór – Rollin N Controllin
Sigríður Rós - I hate you, I love you
Embla Björk - A Million Dreams
Ólöf Alda - Mamma þarf að djamma
Aðalheiður Ósk - Verum vinir
Krista Þöll - Burning Pile
Hjalti Snær - Modern Crusaders
Berglind Anna - Í síðasta skipti
Brynja Rán - Toxic
Anna Birta - Easy on me

Sumir söngvarar verða með undirspilið sem „playback“ en aðrir styðjast við lifandi flutning hljómsveitar. Í henni verða:

Guðjón Jónsson, hljómsveitarstjóri
Bjarmi Friðgeirsson, gítar
Halldór Birgir Eydal, gítar
Árdís Eva Ármannsdóttir, hljómborð
Agnar Sigurðsson, trommur
Elmar Atli Aðalbjarnarson, bassi

Kynnir kvöldsins verður Ívar Helgason, söngvari og tónlistarkennari.

Í dómnefnd verða Margrét Árnadóttir, Magni Ásgeirsson og Andrea Gylfadóttir.

Fyrir meðlimi Þórdunu er verð aðgöngumiða kr. 1.500. Félagar í öðrum nemendafélögum fá miðann á 2.000 kr. Almennt miðaverð er kr. 2.500.