Fara í efni

Umsóknarfrestur um fjarnám á haustönn til 1. september nk.

Umsóknarfrestur um fjarnám er til 1. september nk.
Umsóknarfrestur um fjarnám er til 1. september nk.

Fjarnám í VMA verður með hefðbundnu sniði í vetur, boðið verður upp á fjölbreytta flóru áfanga og einnig verður sem fyrr í boði meistaraskóli fyrir verðandi iðnmeistara.

Umsóknarfrestur um fjarnám á haustönn er til 1. september nk. en kennsla hefst 6. september.

Strax í júní sl. var fullbókað í meistaraskólanámið og eru nemendur á sjöunda tuginn núna á haustönn. VMA er eini skólinn á landinu sem býður upp á meistaraskólann í fullu fjarnámi og því eru nemendur í honum af öllu landinu.

Hér eru upplýsingar um námsframboð í fjarnáminu núna á haustönn. Allar aðrar upplýsingar um fjarnámið má nálgast hér á heimasíðu skólans.