Fara efni  

Halldra Eyds me fyrirlestur VMA

Halldra Eyds me fyrirlestur  VMA
Halldra Eyds Jnsdttir, skhnnuur.
morgun, fstudaginn 1. nvember, verur Halldra Eyds Jnsdttir skhnnuur me fyrirlestur stofu M01 VMA kl. 15. Fyrirlesturinn er vegum listnmsbrautar VMA og Sjnlistamistvarinnar og er agangur keypis og allir velkomnir. Halldra er fyrrverandi nemandi VMA en fr san skhnnunarnm London. Hnnun hennar er undir vrumerkinu HALLDORA.

Á morgun, föstudaginn 1. nóvember,  verður Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður með fyrirlestur í stofu M01 í VMA kl. 15. Fyrirlesturinn er á vegum listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Halldóra er fyrrverandi nemandi í VMA en fór síðan í skóhönnunarnám í London.  Hönnun hennar er undir vörumerkinu HALLDORA.
 
Halldóra Eydís er fædd og uppalin í Mývatnssveit. Hún lærði myndlist og hönnun í VMA áður en hún hélt til London í skóhönnunarnám. Myndlist, hönnun, skór og náttúra hafa ávallt verið aðaláhugamál Halldóru og heimasveit hennar alltaf haft mikil áhrif á hönnun hennar og veitt henni innblástur. Þá skal þess getið að skósafn ömmu Halldóru átti þátt í að móta þennan mikla skóáhuga, en henni þótti fátt skemmtilegra en að leika sér með skóna hennar sem stelpa.  

Árið 2010 útskrifaðist Halldóra Eydís með 1. einkunn í BA skóhönnunarnámi frá Cordwainers, London College of Fashion.
Upphafslína merkisins HALLDORA af náttúruvænum, einstökum hátískuskóm var síðan kynnt á tískuvikunni í Boston árið 2011, Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og New York sýningunni “Fashion Footwear Association of New York”.
Hráefnið sem  Halldóra Eydís notar í samnefnda hönnunarlínu, HALLDORA, er að meirihluta íslenskt leður, fiskiroð, hrosshár og kviku-hraunkristallar. Hönnunin er með öðruvísi yfirbragð og þægindi í huga, sem hentar konum á öllum aldri.

Hér má sjá vefsíðu Halldóru.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.