Fara í efni

Halldóra Eydís með fyrirlestur í VMA

Halldóra Eydís Jónsdóttir, skóhönnuður.
Halldóra Eydís Jónsdóttir, skóhönnuður.
Á morgun, föstudaginn 1. nóvember, verður Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður með fyrirlestur í stofu M01 í VMA kl. 15. Fyrirlesturinn er á vegum listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Halldóra er fyrrverandi nemandi í VMA en fór síðan í skóhönnunarnám í London. Hönnun hennar er undir vörumerkinu HALLDORA.

Á morgun, föstudaginn 1. nóvember,  verður Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður með fyrirlestur í stofu M01 í VMA kl. 15. Fyrirlesturinn er á vegum listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Halldóra er fyrrverandi nemandi í VMA en fór síðan í skóhönnunarnám í London.  Hönnun hennar er undir vörumerkinu HALLDORA.
 
Halldóra Eydís er fædd og uppalin í Mývatnssveit. Hún lærði myndlist og hönnun í VMA áður en hún hélt til London í skóhönnunarnám. Myndlist, hönnun, skór og náttúra hafa ávallt verið aðaláhugamál Halldóru og heimasveit hennar alltaf haft mikil áhrif á hönnun hennar og veitt henni innblástur. Þá skal þess getið að skósafn ömmu Halldóru átti þátt í að móta þennan mikla skóáhuga, en henni þótti fátt skemmtilegra en að leika sér með skóna hennar sem stelpa.  

Árið 2010 útskrifaðist Halldóra Eydís með 1. einkunn í BA skóhönnunarnámi frá Cordwainers, London College of Fashion.
Upphafslína merkisins HALLDORA af náttúruvænum, einstökum hátískuskóm var síðan kynnt á tískuvikunni í Boston árið 2011, Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og New York sýningunni “Fashion Footwear Association of New York”.
Hráefnið sem  Halldóra Eydís notar í samnefnda hönnunarlínu, HALLDORA, er að meirihluta íslenskt leður, fiskiroð, hrosshár og kviku-hraunkristallar. Hönnunin er með öðruvísi yfirbragð og þægindi í huga, sem hentar konum á öllum aldri.

Hér má sjá vefsíðu Halldóru.