Fara í efni

Embla Björk syngur í Söngkeppni framhaldsskólanna á sunnudaginn

Embla söng til sigurs í Sturtuhausnum 11. nóv.
Embla söng til sigurs í Sturtuhausnum 11. nóv.

Embla Björk Hróadóttir verður fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík nk. sunnudag, 3. apríl kl. 19.45. Keppnin verður send út í beinni útsendingu á RÚV.

Keppnin er nú haldin í 32. skipti og verða að þessu sinni keppendur frá 23 skólum.  

Í dómnefnd keppninnar verða Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur og einn liðsmanna hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, Gréta Salóme, söngkona og fiðluleikari, og Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og fyrrum keppandi fyrir VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Embla Björk sigraði Sturtuhausinn í Gryfjunni 11. nóvember 2021 með laginu A Million Dreams úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Hún flytur sama lag í Söngkeppni framhaldsskólanna á sunnudagskvöldið.

Emblu Björk fylgja hlýjar kveðjur um gott gengi í keppninni. Hæg verður að kjósa hana í símakosningunni með því að hringja í 900-9123.

Nánari upplýsingar hér á fb.síðu Þórdunu.