Fara í efni  

Elísa Ýrr Erlendsdóttir sigrađi Söngkeppni VMA 2016

Elísa Ýrr Erlendsdóttir sigrađi Söngkeppni VMA 2016
Elísa Ýrr Erlendsdóttir.

Elísa Ýrr Erlendsdóttir sigrađi Söngkeppni VMA-Sturtuhausinn í Menningarhúsinu Hofi í gćrkvöld međ lagi Amy Winehouse  You know I‘m no good . Dómnefndin á keppninni í gćrkvöld, sem var skipuđ ţeim Ernu Gunnarsdóttur, söngkonu og enskukennara viđ VMA, Hjalta Jónssyni, stórtenór og sálfrćđingi VMA og Magna Ásgeirssyni, tónlistarmanni, var ekki öfundsverđ ađ komast ađ niđurstöđu, enda mörg virkilega fín atriđi ađ ţessu sinni. En niđurstađa dómnefndarinnar var sú ađ Elísa Ýrr sigrađi, í öđru sćti varđ Anton Líni Hreiđarsson međ frumsamda lagiđ sitt Friendship og í ţriđja sćti varđ Sindri Snćr Konráđsson međ lagiđ Dimmar rósir međ Töturum, en Sindri kemur einmitt til međ ađ syngja ţetta lag í söngleiknum Bjart međ köflum, sem Leikfélag VMA frumsýnir í Freyvangi nk. fimmtudagskvöld.

Söngkeppnin í gćrkvöld var í einu orđi sagt frábćr skemmtun og söngatriđin hvert öđru betra. Ljóst er ađ sjaldan hafa veriđ jafn margir hćfileikaríkir söngvarar og tónlistarmenn í VMA og nú og ţađ má mikiđ vera ef ekki á eftir ađ heyrast frá mörgum ţeirra í framtíđinni. Vert er ađ ţakka öllum sem lögđu hönd á plóg viđ skipulagningu og framkvćmd keppninnar, hún var ţeim öllum til mikils sóma.

Hér er fullt af fleiri myndum frá keppninni í gćrkvöld. Myndirnar tóku tveir fyrrverandi nemendur VMA, Ólafur Larsen Ţórđarson og Atli Ágúst Stefánsson, Egill Bjarni Friđjónsson, núverandi nemandi í VMA og Hilmar Friđjónsson, kennari í VMA.

Eins og fram hefur komiđ hefur stjórn Ţórdunu – skólafélags VMA ákveđiđ ađ segja sig frá Söngkeppni framhaldsskólanna vegna breyttra reglna um keppnina í ár og ţví mun Elísa Ýrr ekki taka ţátt í ţeirri keppni í vor. Ţess í stađ mun hún koma fram á jólatónleikum Friđriks Ómars í Hofi í desember nćstkomandi, sem ćtla má ađ verđi ekki síđur mikil upplifun fyrir hana.

Hljómsveitin í gćrkvöld var frábćr, enda valinn mađur í hverju rúmi. Hana skipuđu Tómas Sćvarsson hljómborđsleikari, Stefán Gunnarsson á bassa, Hallgrímur Jónas Ómarsson á gítar og Valgarđur Óli Ómarsson á trommur og í sigurlaginu lögđu tveir saxófónleikarar hljómsveitinni liđ.

Kynnar kvöldsins voru VMA-kennararnir Börkur Már Hersteinsson og Hannesína Scheving og fóru á kostum.

Elísa Ýrr Erlendsdóttir var ađ vonum kampakát međ sigurinn. „Ţetta var mjög sterk keppni og ég bjóst alls ekki viđ ţví ađ vinna hana,“ sagđi hún rétt eftir ađ hafa endurtekiđ sigurlagiđ. Hún upplýsir ađ hún sé í söngnámi hjá Ţórhildi Örvarsdóttur, söngkonu, í Tónlistarskólanum á Akureyri.  „Ég valdi ţetta lag vegna ţess ađ ég er mikill Amy-ađdáandi og langađi ţví ađ prófa ađ syngja lag eftir hana. Söngurinn hefur fylgt mér frá ţví ég fćddist og á ţessu sviđi stefni ég langt. Ég er ákveđin í ţví ađ fara út í söngleikjanám. Ég hef veriđ í leiklistinni líka, lék í Lísu í Undralandi í Samkomuhúsinu. Mér finnst mjög gaman ađ syngja og túlka og ég ćtla ađ lćra meira á ţví sviđi.“
Elísa Ýrr er á hönnunarbraut í VMA og er núna á öđru ári. „Mér líkar námiđ mjög vel, ţetta hentar prýđilega,“ segir hún. Hún er Reykvíkingur ađ upplagi en flutti til Akureyrar fyrir níu árum og kćrir sig hreint ekki um ađ fara aftur suđur. Hér vill hún vera.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00