Fara í efni  

Elduđu krćsingar fyrir félaga í Klúbbi Matreiđslumeistara á Norđurlandi

Elduđu krćsingar fyrir félaga í Klúbbi Matreiđslumeistara á Norđurlandi
Nemendur leggja lokahönd á framreiđslu matarins.

Mikiđ var um ađ vera á matvćlabraut VMA sl. ţriđjudag ţegar félögum í Klúbbi matreiđslumeistara á Norđurlandi var bođiđ til matarveislu. Um eldamennskunni sáu nemendurnir átta sem nú eru í ţriđja bekk í matreiđslunámi í VMA. Ţeir ljúka náminu í vor međ sveinsprófi. Ţetta er í annađ skipti sem ţriđji bekkur í matreiđslu er kenndur í VMA og er mikil lyftistöng fyrir matvćlanámiđ í skólanum. Um framreiđslu sáu nokkrir nemendur í grunndeild matvćla- og ferđagreina VMA.

Fyrst og fremst var um ađ rćđa góđa ćfingu matreiđslunemendanna. Tveir unnu saman ađ ţví ađ útbúa hvern rétt – fjórir gerđu forréttina tvo, tveir ađalréttinn og tveir eftirréttinn. Útkoman var í alla stađi hin glćsilegasta. Hér má sjá myndir sem voru teknar af ţessu tilefni.

Matseđill kvöldsins var sem hér segir:

Smáréttir

Laxatartar međ eggjahrćru og kryddjurtar jógurtdressingu á bilini.

Rauđrófu Taco međ geitaostakremi, fíkjumauki, blađlauk og stökku beikoni.

Grafin gćsabringa á rúgbrauđi međ reyktum Brie osti, lauksultu og bökuđum tómat.

Kjúklingalifrarparfait borin fram á bakađri skel međ sykurlöguđum trönuberjum, beikonsultu og djúpsteiktu grćnkáli.

Forréttir

  1. Túnfisk tataki međ pikkluđum perlulauk og chilli, klettasalati í soja-engifer vinagrette og engifer majonesi.
  2. Nautatartarar međ sesamkexi, lótusrót, dill mćjonesi og afila grasi.

Ađalréttur

Steinbítur vafinn parmaskinku, sćtkartöflupolenta, marinerađir sveppir, grćnertumauk, grillađur spergill og sođgljái.

Eftirréttur

Tarte au citron, sítrónu ganache, vanilla-hjartafróar parfait , boriđ fram međ ítölskum marengs og sćtum pistasíumulningi.

----

Um tuttugu manns snćddu ţennan ljúffenga kvöldverđ; félagar í Klúbbi matreiđslumeistara á Norđurlandi, kennarar viđ matvćlabraut VMA og Benedikt Barđason, skólameistari. Báru gestir lof á matinn og framreiđslu nemenda. Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvćlagreina, sagđi ánćgjulegt ađ fá félaga í Klúbbi matreiđslumeistara á Norđurlandi í heimsókn og ţakkađi hann ţeim fyrir áhugann og stuđninginn viđ starfsemi brautarinnar. Greindi hann frá starfseminni í vetur og undanfarin ár. Kom fram hjá honum ađ fjölmargir matartćknar og kjötiđnađarmenn hefđu lokiđ námi í VMA. Sem endranćr vćru margir í grunndeildinni í vetur og núna á vorönn vćri ţriđji bekkurinn kenndur í matreiđslu í annađ skipti. Í ţrígang hefđi annar bekkurinn veriđ kenndur. Benedikt Barđason skólameistari ţakkađi matreiđslumeisturunum einnig fyrir komuna í skólann og ţann velvilja sem ţeir hefđu sýnt honum í gegnum tíđina. Hann sagđi mikilvćgi skólans fyrir svćđiđ vćri ótvírćtt og stjórnendur skólans gerđu sér fyllilega grein fyrir ţví og fólk tćki höndum saman um ađ skólastarfiđ gangi sem allra best.

Klúbbur matreiđslumeistara var stofnađur 1972 og er eitt af hans stćrstu verkefnum ađ halda úti landsliđi matreiđslumanna, sem nýveriđ gerđi góđa ferđ á Ólympíuleikana í Stuttgart í Ţýskalandi. Klúbbur matreiđslumeistara á Norđurlandi var hins vegar settur á stofn áriđ 2010. Í honum eru matreiđslumenn af bćđi Norđaustur- og Norđvesturlandi. Klúbbfélagar hittast ađ jafnađi einu sinni í mánuđi yfir vetrarmánuđina og bera saman bćkur sínar, spjalla saman yfir kaffibolla, hlýđa á fyrirlesara, fá vörukynningar o.fl.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00