Fara í efni  

Ekkert kynslóđabil - Leibbi og strákarnir

Ekkert kynslóđabil - Leibbi og strákarnir
Leibbi viđ trommusettiđ međ hljómsveitarfélögunum.

Stífar ćfingar eru ţessa dagana á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, „Bjart međ köflum“, sem Leikfélag VMA frumsýnir í Freyvangi í Eyjafjarđarsveit 25. febrúar nk. Ćft er á mörgum vígstöđvum, enda í mörg horn ađ líta.

Leikćfingarnar sjálfar hafa nú veriđ fluttar úr Gryfjunni í VMA fram á sviđiđ í Freyvangi og ţar er nú ćft daglega. Tónlistin skipar veglegan sess í sýningunni og til ţess ađ flytja hana hefur veriđ sett saman hljómsveit sem er skipuđ fjórum nemendum úr skólanum og einum kennara. Í hljómsveitinni eru: Ágúst Máni Jóhannsson á bassa, Bjarni Tristan Vilbergsson á sólógítar, Eyţór Arnar Alfređsson á gítar, Guđbrandur Máni Filipusson á hljómborđ  og Ţorleifur Jóhannsson á trommur. Hljómsveitin hefur ađ undanförnu ćft í rými í kjallara VMA en mun á nćstu dögum flytja sig fram í Freyvang og ţá verđa leikatriđin og tónlistin „keyrđ saman“.

Ţorleifur - Leibbi, sem er kennari í byggingadeild VMA, er sannarlega enginn nýgrćđingur á trommur ţví hann hefur bariđ húđir síđan 1964 eđa á sjötta tug ára! Hann hefur spilađ í ótal hljómsveitum. Fyrsta hljómsveitin var Bravó, sem var upphitunarhljómsveit á tónleikum í Reykjavík međ stórhljómsveitinni Kinks. Síđar spilađi Leibbi m.a. í Hljómsveit Ingimars Eydal og Hljómsveit Finns Eydal og ennţá er hann ađ – núna trommar hann í hljómsveitinni Einn og sjötíu.

Ekkert kynslóđabil er sem sagt í hljómsveitinni sem spilar í „Bjart međ köflum“ og segja má ađ hún samanstandi af tveimur deildum, ţeirri eldri og yngri. Lögin syngja leikarar í sýningunni og sér Jokka Birnudóttir um söngstjórn og útsetningar.

Leikritiđ gerist í kringum 1970 og ađ sjálfsögđu er tónlistin í sýningunni frá ţessum tíma. Ţá voru í eldlínunni hljómsveitir eins og Hljómar, Flowers, Trúbrot, Dátar og Tatarar. Margir ţekktir slagarar sem ţessar hljómsveitir fluttu á sínum tíma hljóma í sýningunni. Flutt verđa fimmtán lög, m.a. „Slappađu af“ sem Flowers fluttu í ţá daga en er hér í flutningi hljómsveitarinnar Silfurs, „Glugginn“, sem Flowers flutti einnig, Hljómalagiđ „Lífsgleđi“, lag Rúnars Gunnarssonar „Undarlegt međ unga menn“, sem hér er flutt af Bítlavinafélaginu og „Dimmar rósir“ međ Töturum.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00