Fara í efni  

Ekill ehf. veitir starfsbraut VMA endurgjaldslausan ađgang ađ námsefni Netökuskóla Ekils

Ekill ehf. veitir starfsbraut VMA endurgjaldslausan ađgang ađ námsefni Netökuskóla Ekils
Ragnheiđur, Jónas Helgason og Grétar Viđarsson.

Ekill ehf. ökuskóli á Akureyri hefur ákveđiđ ađ leggja starfsbraut VMA liđ međ ţví ađ veita skólanum endurgjaldslausan ađgang ađ umfangsmiklum gagnabanka sem byggđur hefur veriđ upp fyrir rafrćnan ökuskóla fyrirtćkisins. 

Einn af áföngum sem nemendum á starfsbraut VMA stendur til bođa er undirbúningur fyrir bílpróf. Ragnheiđur Gunnbjörnsdóttir kennir áfangann og segir reynsluna af honum vera góđa, mikilvćgt sé ađ veita ţeim nemendum sem ţađ vilja ađstođ og búa ţá undir formlegt ökunám. Ragnheiđur segir ađ sjálft ökunámiđ sé ađ sjálfsögđu í höndum ökukennara en áfanginn sé fyrst og fremst til ţess ćtlađur ađ veita nemendum sýn á ökunámiđ og búa ţá undir ţađ. Á ţessari önn eru sjö nemendur í áfanganum en opiđ er fyrir nemendur ađ sitja hann oftar en einu sinni, kjósi ţeir ţađ.

Jónas Helgason, ökukennari og fyrrverandi menntaskólakennari, hefur unniđ allt ţađ mikla námsefni sem er í rafrćnum ökuskóla Ekils, sem er sá fyrsti hérlendis sem var opnađur á netinu fyrir ţrettán árum. Jónas hefur reglulega uppfćrt námsefniđ, sem er ţegar á heildina er litiđ afar umfangsmikiđ. Hluti námsefnis í ţessum rafrćna ökuskóla Ekils er nýleg kennslubók sem bćđi er hćgt ađ lesa og hlusta á hljóđskrár. Auk texta og myndefnis af ýmsum toga er mikiđ af gagnvirkum ćfingum fyrir nemendur.

Námsefniđ í Netökuskóla Ekils, sem er vistađ á heimasíđu Ekils, er á íslensku en áđur en langt um líđur verđur ţađ einnig ađgengilegt ţar á ensku.

Ragnheiđur Gunnbjörnsdóttir segist fagna ţví mjög ađ fá ađgang ađ ţessum stóra gagnabanka frá Ekli og vill hún koma á framfćri kćrum ţökkum til bćđi Ekils sem rekur ökuskólann og Jónasar Helgasonar höfund námsefnisins fyrir ađ veita Verkmenntaskólanum ţennan ađgang. Ađgangur ađ námsefninu auđveldi sér kennsluna og geri hana á allan hátt meira lifandi og ýti undir áhuga nemenda á ökunáminu.

Jónas Helgason, ökukennari og höfundur námsefnisins í Netökuskóla Ekils, og Grétar Viđarsson, eigandi Ekils ehf., sóttu VMA heim í gćr og römmuđu formlega inn ţennan stuđning Ekils viđ VMA. Ţeir fóru í kennslustund ţar sem Ragnheiđur Gunnbjörnsdóttir var ađ kenna nemendum sínum undirbúning bílprófs. Ţessi mynd var tekin viđ ţađ tćkifćri.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00