Fara í efni  

Einu sinni var ....

Einu sinni var ....
Í þá gömlu, góðu daga var margt öðruvísi...

Nemendur á þriðju önn í hársnyrtiiðn vinna skemmtilegt verkefni í iðnfræði. Það felst í því að þeir velja sér eitthvert ákveðið tímaskeið í veraldarsögunni, hvort sem það er hér innanlands eða erlendis. Síðan er lagst í rannsóknarvinnu þar sem sjónum er beint að tíðarandanum, tísku, fatnaði, hártísku, lífsstíl o.fl. Rannsóknarvinnunni er skilað í formi ritgerðar sem er síðan kynnt með glærukynningum. Þessar kynningar voru í gær, fimmtudag.

Hildur Salína Ævarsdóttir, kennari í iðnfræðinni, segir að nemendur hafi almennt lagt mikla vinnu í þetta verkefni og stutt kynningar sínar með ýmsum hlutum og fatnaði frá þeim tíma sem þeir völdu sér. Útkoman var sérlega skemmtileg eins og þessar myndir bera með sér.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.